Hanna Valdís - Lína Langsokkur

(Endurbeint frá SG 569)

Lína langsokkur er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Á henni flytur Hanna Valdís Guðmundsdóttir fjögur lög eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren. Þýðing söngtexta á íslensku gerði Kristján frá Djúpalæk. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur undir. Hana skipa: Carl Möller, Kristinn Sigmarsson, Ólafur Gaukur og Erlendur Svavarsson.

Lína Langsokkur
Bakhlið
SG - 569
FlytjandiHanna Valdís
Gefin út1972
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Lína Langsokkur - Lag - texti: Astrid Lindgren
  2. Kisa mín - Lag - texti: Astrid Lindgren
  3. Öfugmæli - Lag - texti: Astrid Lindgren
  4. Langa langa afi - Lag - texti: Astrid Lindgren

Lína langsokkur

breyta
Hér skal nú glens og gaman
við getum spjallað saman.
Gáum hvað þú getur,
vinur, gettu hver ég er?
Verðlaun þér ég veiti,
ef að veiztu hvað ég heiti.
Vaðir þú í villu,
þetta vil ég segja þér:
Hér sérðu Línu Langsokk
Tralla-hopp, tralla-hei —
tralla-hopp sa-sa. Hér sérðu
Línu Langsokk, já, líttu — það
er ég.
Svo þú sérð minn apa,
minn sœta, fína, litla apa.
Herrann Níels heitir,
já — hann heitir reyndar það.
Hérna höll mín gnœfir
við himinn töfraborg mín gnœfir.
Fannstu annan fegri
eða frœgðar meiri stað?
Hér sérðu Línu Langsokk . . .
Þú höll ei hefur slíka, ég á
hest og rottu líka. Og kúf-
fullan af krónum einnig kistil
á ég mér. Veri allir vinir
velkomnir, einnig hinir. Nú
lifað skal og leikið. Þá skal
líf í tuskur hér.
Hér sérðu Línu Langsokk . . .