Ómar Ragnarsson - Gáttaþefur á jólaskemmtun
Gáttaþefur á jólaskemmtun með börnunum er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Ómar Ragnarsson ásamt telpnakór úr Álftamýrarskóla tólf jólalög. Útsetningar og hljómsveitarstjórn. Magmús Ingimarsson. Ljósmyndir. Óli Páll Kristjánsson.
Gáttaþefur á jólaskemmtun með börnunum | |
---|---|
SG - 019 | |
Flytjandi | Ómar Ragnarsson |
Gefin út | 1968 |
Stefna | Jólalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Lagalisti
breyta- Gáttaþefur gægist hér inn - Lag - texti: Gillespie/Coots — Ómar Ragnarsson
- Einn, tveir áfram gakk - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Af því að það eru jól - Lag - texti: J. Pisano — Ómar Ragnarsson
- Jólasveinn, haltu í hendina á mér - Lag - texti: Carter/Olin/Aulén — Ómar Ragnarsson
- Jólalagasyrpa - Lag - texti: Trad.
- Aha, sei-sei já-já - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Gamli leppalúði - Lag - texti: Blackburn/Burns — Ómar Ragnarsson
- Jólasveinarabb - Lag - texti: Ómar Ragnarsson — Ómar Ragnarsson Hjálmar Gíslason
- Litla jólabarn (Telpnakórinn syngur) - Lag - texti: Worsing/Andreasen/Brandstrup — Ómar Ragnarsson
- Jólalagasyrpa - Lag - texti: Trad. ⓘ
- Allir hanar gala - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
- Gáttaþefur kveður - Lag - texti: Ómar Ragnarsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaKomið þið sœl, börnin góð.
Þessi plata er ólík hinni fyrri að því leyti, að nú bregð ég mér í gervi Gáttaþefs og skrepp með ykkur á jólaskemmtun. Fyrst syngjum við saman, svo syngið þið fyrir mig og síðan segi ég ykkur sögu, sem heitir Jólasveinarabb. Og ekki má gleyma því, að nú syngjum við um hann Leppalúða, manninn hennar Grýlu, en það var nú einmitt lagið um hana Grýlu, sem þið urðuð svo hrifin af á fyrri plötunni. Mér til aðstoðar á þessari plötu eru tíu telpur úr Álftamýrarskóla í Reykjavík og þœr syngja svo vel, skal ég segja ykkur, að ég mátti til með að leyfa þeim að syngja einum eitt lag. Það er lagið Litla jólabarn. Nú œtla ég ekki að hafa þetta lengra, því ég veit að þið bíðið óþolinmóð eftir því að setja plötuna á fóninn. Og munið nú að syngja með og fara í alla leikina, þið vitið, Adam átti syni sjö, Gekk ég yfir sjó og land og allt það. |
||