Tónakvartettinn og Grettir Björnsson - Svífur um mar

(Endurbeint frá SG 542)

Tónakvartettinn og Grettir Björnsson er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Á henni flytja Tónakvartettinn og Grettir Björnsson fjögur lög. Ljósmynd á framhlið tók Þorsteinn Gíslason, skipstjóri.

Svífur um mar
Bakhlið
SG - 542
FlytjandiTónakvartettinn og Grettir Björnsson
Gefin út1969
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Svífur um mar - Lag - texti: Stig Olin — Friðrik A. Friðriksson
  2. Kostervalsinn - Lag - texti: D. Hellström — Baldur Pálmason
  3. Ég kveð - Lag - texti: Sænskt alþýðulag — Iðunn Steinsdóttir
  4. Stýrimannavalsinn - Lag - texti: Markussen — Iðunn Steinsdóttir

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Tónakvartettinn frá Húsavík var því, sem nœst óþekktur þegar hann söng inn á sína fyrstu hljómplötu fyrir tœpum þremur árum. En platan vakti athygli á góðum söng kvartettsins og síðan hefur hann sungið víða um land og auk þess verið með sjálfstœða þœtti bœði í útvarpi og sjónvarpi. Á þessari plötu, sem hér er nú á ferðinni hefur Grettir Björnsson, hinn landskunni harmonikuleikari slegizt í hópinn og því ber hljómplatan heitið Tónakvartettinn og Grettir Björnsson. Þar að auki aðstoða við undirleik þeir Árni Scheving á bassa, Birgir Karlsson á gítar og Vilhjálmur Guðjónsson á klarinet. Útsetningar fyrir söng og undirleik gerði Magnús Ingimarsson. Teknir hafa verið fyrir fjórir gamalkunnir „sjómannavalsar" frá Norðurlöndunum. Þó að þetta séu ekki lög í þeim anda, sem þeir félagarnir frá Húsavík hafa tekið til meðferðar á sinni söngskrá, þá bregðast þeir ekki aðdáendum sínum hér, því lögin leiftra af fjöri í meðferð þeirra.
 
 

Endurútgáfa 2003

breyta

Þessi plata er sú eina sem ekki var endurútgefin á geislaplötunni Tónakvartetinn frá Húsavík - Upptökur frá 7. áratugnum árið 2003, sem eftirlifandi meðlimir Tónakvartettsins og ættingjar hinna stóðu fyrir, í tilefni 40 ára afmælis þessa vinsæla kvartetts. Var það álit útgefanda að þessi plata, með hljómsveitar undirspili sínu (gítar, harmoniku, trommum og bassa), hefði orðið stílbrot á geislaplötunni, þar sem aðeins voru fyrir mun fleiri lög með píanó undirspili eingöngu.