Skagakvartettinn - Kátir voru karlar
(Endurbeint frá SG 090)
Skagakvartettinn - Kátir voru karlar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaöur: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Ólafur Gaukur. Ljósmynd á framhlið umslags tók Kristján Magnússon.
Skagakvartettinn - Kátir voru karlar | |
---|---|
SG - 090 | |
Flytjandi | Skagakvartettinn |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Kátir voru karlar - Lag - texti: Höfundur lags ókunnur — G. Zoega
- Skagamenn skora mörkin - Lag - texti: Tékkneskt þjóðlag — Ómar Ragnarsson
- Sofnaðu vinur - Lag - texti: Elínberg Konráðsson
- Ríðum-ríðum - Lag - texti: Höfundar ókunnir
- Það vorar senn - Lag - texti: Höfundar ókunnir
- Jón granni - Lag - texti: Hollenskt þjóðlag — Jakob Jóh. Smári
- Heimaleikfimi - Lag - texti: Höfundar ókunnir
- Umbarassa - Lag - texti: Ungverskt þjóðlag — Ólafur Kristjánsson
- Kvöld í Honululu - Lag - texti: Höfundar ókunnir
- Það var í Vaglaskóg - Lag - texti: Höfundar ókunnir
- Állinn - Lag - texti: ísl þjóðlag
- Jón og ég - Lag - texti: Danskt revíulag — Emil Thoroddsen
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaEins og sjá má af ofangreindu vantar talsvert af upplýsingum um höfunda, þó allt hafi verið gert sem hægt var til að afla slíkra upplýsinga. — Þeir sem kynnu að hafa frekari upplýsingar eru góðfúsiega beðnir að láta SG-hljómplötum eða Stefi þær í té svo hægt verði að koma höfundarréttargreiðslum til réttra aðila. Ólafur Gaukur annaðist útsetningar á undirleik og lék á gítar. en auk hans leika þeir Alfreð Alfreðsson á trommur, Árni Scheving á bassa, Grettir Björnsson á harmoniku, Björn R. Einarsson á trombón og Vilhjálmur Guðjónsson á klarinett. | ||
Fyrir um 9 árum komu fjórir félagar úr Oddfellowreglunni á Akranesi saman til að æfa nokkur lög, sem flytja átti á árshátíð reglunnar. Þessir félagar voru Helgi Júlíusson, Hörður Pálsson, Sigurður R. Guðmundsson og Sigurður Ólafsson. Á þessu 9 ára tímabili höfum við félagarnir komið saman af og til og tekið lagið okkur til ánægju. Lögin sem við höfum sungið þennan tíma eru að langmestu leyti létt dægurlög með hnittnum textum. Kvartettinn hefur komið fram við ýmis tækifæri á Akranesi og víðar, þá hefur hann einnig sungið í útvarp og sjónvarp. Við félagarnir tókum okkur til og völdum nokkur af þessum lögum og sungum þau inn á plötu fyrir SG-hljómplötur. Útsetningu á undirleik við þessi lög hefur Ólafur Gaukur annast af stakri fágun og smekkvísi. Það er ósk okkar og von, að þessi hljómplata veiti nokkra ánægju og skemmtun fyrir þá sem á hana hlýða, þá er tilgangnum náð með útgáfu hennar. | ||