Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi

(Endurbeint frá SG 547)

Þuríður Sigurðardóttir er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Á henni flytur Þuríður Sigurðardóttir ásamt Lúdó Sextett tvö lög. Ljósmynd á framhlið tók Stefán Guðni.

Í okkar fagra landi
Forsíða Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi

Bakhlið Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi
Bakhlið

Gerð SG - 547
Flytjandi Þuríður Sigurðardóttir
Gefin út 1970
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

LagalistiBreyta

  1. Í okkar fagra landi - Lag - texti: Hall - Þorst. Eggertsson - Hljóðdæmi 
  2. Vinur kær - Lag - texti: Carr/Nisbet - Guðm. Jónsson

Í okkar fagra landiBreyta

Það er svo margt í okkar makalausa landi sem er merkilegt finnst mér
þótt mannfólk sé þar ekki margt þá er það misjafnt eins og bara vera ber
Já allt frá rónum upp í ráðherra og reyndar miklu fleira telja má
í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.
Þar flestir heimta eitthvað arðvænlegt frá álbræðslu og niðrí sterkan bjór
á fundum Alþingis menn fjasa og eru í framan eins og verkakvennakór
og sífellt ungir hneyksla aldna því að engin kynslóð aðra skilja má
í okkar fagra landi býr samt fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.
Svo skapast átrúnaðargoð sem eru algerlega dýrkuð fremst og fyrst
til dæmis Beethoven og Laxness eða Björgvin eða Bítlarnir og Liszt
En það sem æði er í dag er orðinn úrgangur á morgun mörgum hjá
í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.
Og ennþá strákar elta stelpur ef þeim stendur ekki á sama um ástaryl
bæði í sólskini og bleytu eða stormi eða slyddu eða byl
Með öllum ráðum mátti reyna eins og rándýr þeirra ástum til að ná
í okkar fagra landi býr enn fjörug þjóð, þótt frekar sé hún smá.
En samt er flestu þessu fólki eitthvað furðulega sameiginlegt með
þess vegna elska ég það allt saman með allt þess skap og alla kosti og geð
Ég vildi helst bara ekki annars staðar vera en þessum vinum mínum hjá
í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.
Já alltaf vil ég vera hér þó vindar vonsku stundum blási á mót mér hjá
í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.
í okkar fagra landi býr svo fjölbreytt þjóð, þótt frekar sé hún smá.