Halldór Kristinsson - Lamb í grænu túni

(Endurbeint frá SG 572)

Lamb í grænu túni er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973. Á henni flytur Halldór Kristinsson fimm lög. Um útsetningar og hljómsveitarstjórn sá Jón Sigurðsson.

Lamb í grænu túni
Bakhlið
SG - 572
FlytjandiHalldór Kristinsson
Gefin út1973
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Lamb í grænu túni - Lag - texti: Halldór Kristinsson - Jóhannes úr Kötlum
  2. Seppi sat á hól - Lag - texti: Halldór Kristinsson - Jóhannes úr Kötlum
  3. Rottan með skottið - Lag - texti: Halldór Kristinsson - Jóhannes úr Kötlum
  4. Afi gamli á eina kú - Lag - texti: Halldór Kristinsson - Jóhannes úr Kötlum
  5. Fífill í túni - Lag - texti: Halldór Kristinsson - Jóhannes úr Kötlum

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Halldór Kristinsson er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir söng sinn í söngflokknum Þrjú á Palli. Auk þess hefur hann leikið stór hlutverk í söngleikjunum Hárið og Oklahoma. Á hljómplötu Árna Tryggvasonar, sem kom út fyrir nokkrum árum átti Halldór lítið laglegt lag. Síðan hefur hann gert nokkur lög og eru lögin á þessari plötu úr hópi þeirra. Hér syngur Halldór fimm falleg lög við hin kunnu barnaljóð Jóhannesar úr Kötlum úr bók hans Vísur um Ingu Dóru, en Jóhannes úr Kötlum var frœndi Halldórs.

Myndin á hljómplötuumslaginu hlaut fyrstu verðlaun í keppni, sem fram fór í Langholtsskóla í Reykjavík í sambandi við útgáfu plötunnar. Heitir hún að sjálfsögðu Lamb í grœnu túni. Hana teiknaði Kristján Jónsson, sem er níu ára.

Útsetningar og hljómsveitarstjórn: Jón Sigurðsson

Þessi fallegu barnaljóð Jóhannesar úr Kötlum og hin hugljúfu lög Halldórs eiga áreiðanlega eftir að heyrast sungin oft og mikið af íslenzkum börnum nœstu árin.