Karlakór Reykjavíkur - Lög Sigvalda Kaldalóns
(Endurbeint frá SG 032)
Karlakór Reykjavíkur er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni syngur Karlakór Reykjavíkur fjórtán lög eftir Sigvalda Kaldalóns . Stjórnandi. Páll P. Pálsson. Einsöngvarar. Guðrún Á. Símonar, Sigurður Björnsson, Jón Sigurbjörnsson og Friðbjörn G. Jónsson. Hljóðritun fór fram í Háteigskirkju í Reykjavík í Desember 1970 og Janúar 1971 undir stjórn Péturs Steingrímssonar.
Karlakór Reykjavíkur | |
---|---|
SG - 032 | |
Gefin út | 1971 |
Stefna | Sönglög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Ísland ögrum skorið - Ljóð - Eggert Ólafsson
- Heimir - Ljóð: Grímur Thomsen. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Sigurður Björnsson
- Sjá hvað ég er nú beinaber - Ljóð: Bólu-Hjálmar
- Suðurnesjamenn - Ljóð: Ólína Andrésdóttir. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
- Við Kaldalón - Ljóð: Lárus Þórðarson. Útsetning: Páll P. Pálsson
- Svanasöngur á heiði - Ljóð: Steingrimur Thorsteinsson. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðrún Á. Símonar
- Frændi, þegar fiðlan þegir - Ljóð: Halldór Laxness. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Friðbjörn G. Jónsson
- Stormar - Ljóð: Steinn Sigurðsson. Útsetning: Páll P. Pálsson
- Við sundið - Ljóð: Sigurður Sigurðsson. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Sigurður Björnsson
- Erla, góða Erla - Ljóð: Stefán frá Hvitadal. Útsetning: Páll P. Pálsson
- Á Sprengisandi - Ljóð: Grímur Thomsen. Útsetning: Einar Ralf. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
- Leitin - Ljóð: Halla Eyjólfsdóttir. Útsetning: Páll P. Pálsson
- Ave María - Ljóð:Indriði Einarsson. Útsetning: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðrún Á. Simonar
- Bærist varla blað á grein - Ljóð: Ragnar Ásgeirsson. Einsöngur: Friðbjörn G. Jónsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaKarlakór Reykjavikur er kunnasti karlakór Íslands. Hann hefur starfað í áratugi og haldið hljómleika víða um heim. Síðustu árin hefur hinn smekkvísi tónlistarmaður Páll P. Pálsson stjórnað kórnum og eru hinar fersku útsetningar Páls á nokkrum laga Kaldalóns á þessari hljómplötu með því bezta, sem Karlakór Reykjavikur hefur gert um langt skeið. Einsöngvarar með kórnum eru hinir landskunnu söngvarar, Guðrún Á. Símonar, Jón Sigurbjömsson og Sigurður Björnsson ásamt Friðbirni G. Jónssyni, sem er einn kórmeðlima. Aðal undirleikari er Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari, en auk hennar leika, í mismunandi stórum hópum, tuttugu hljóðfœraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. | ||