Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar - Það er bara þú

(Endurbeint frá SG 514)

Það er bara þú er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar ásamt Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Önnu Vilhjálms fjögur lög.

Það er bara þú
Bakhlið
SG - 514
FlytjandiHljómsveit Magnúsar Ingimarssonar
Gefin út1967
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. „Það er bara þú“ - Lag - texti: Arland, Ravi - Loftur Guðmundsson
  2. „Bara fara heim“ - Lag - texti: Bjarni Guðmundsson - Guðmundur Sigurðsson
  3. „Elsku Stína“ - Lag - texti: R. Wallebom - Ómar Ragnarsson
  4. „Ég bíð við bláan sæ“ - Lag - texti: Spector - Jón Sigurðsson

Elsku Stína

breyta
Í strengjadyn og dansi ég dvaldi vorbjart kvöld
í fögrum meyjarfansi þar sem fjörið hafði völd
Ég hitti hasar skvísu og henni ég bauð í twist
og síðan ráð og rósemd og rænu hef ég misst
Elsku Stína, með ástúð þína, ég þrái kinn þín’ að kjassa
og kyssa þinn rósrauða munn
Elsku Stína, þín augu skína, ég veit ei hvernig það fer
ef þú kemur með mér út í kyrrlátan runn
Elsku Stína, ó elsku Stína, viltu mig, ég vitlaus er í þig.
Við lögðum vanga að vanga í vímu og ástarrús
og ég fann hárið anga og ilma eins og gróðurhús
Þar horfðu á mig óræð, augun stór og brún
ég kyssti meyjarmunninn, mjúkan eins og dún.
Elsku Stína..........
......Endir........
Ó, Stína, taktu ákvörðun Stína, viltu mig, ég vitlaus er í þig.