Lárus Pálsson leikari les ljóð
Lárus Pálsson leikari les ljóð er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni flytur Lárus Pálsson leikari ljóð eftir íslensk ljóðskáld. Einnig flytur Lárus þætti úr leikritunum um Hamlet danaprins og hinn norska Pétur Gaut.
Lárus Pálsson leikari les ljóð | |
---|---|
SG - 100 | |
Flytjandi | Lárus Pálsson leikari |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Knútur Skeggjason |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Um hana systur mína - Texti: Jónas Hallgrímsson - Hljóðritað 1967
- Álfareiðin - Texti: H. Heine. Jónas Hallgrímsson þýddi - 1967
- Úr Hulduljóðum - Texti: Jónas Hallgrímsson - Hljóðritað 1967
- Ferðalok - Texti: Jónas Hallgrímsson - Hljóðritað 1967
- Ég bið að heilsa - Texti: Jónas Hallgrímsson - Hljóðritað 1967
- Fyrsti sumardagur 1891 - Texti: Matthías Jochumsson - 1945
- Um þá fyrri og þessa öld - Texti: Stefán Ólafsson - 1956
- Skáldið Wennerbóm - Texti: G. Fröding - Magnús Ásgeirsson þýddi - 1960
- Önundur Póli - Texti: Sigfús Blöndal - Höfundur lags ókunnur - Píanó. F Weisshappel — 1951
- Aldamótaljóð - Texti: Halldór Gunnlaugsson - Höfundur lags ókunnur - Píanó. F Weisshappel — 1951
- Sonnetta - Texti: Jóhann Sigurjónsson - Hljóðritað 1956
- Sofðu unga ástin mín - Texti: Jóhann Sigurjónsson - 1967
- Fuglinn í fjörunni - Texti: Theodóra Thoroddsen — 1942
- Haustnótt - Texti: Tómas Guðmundsson — 1961
- Ljóð um unga konu frá Súdan - Texti: Tómas Guðmundsson - 1961
- Úr ferðasögu frá Afríku - Texti: G. Fröding - Magnús Ásgeirsson þýddi — 1960
- Haust í Þjórsárdal - Texti: Steinn Steinarr — 1956
- Dalalæðan - Texti: Þorgeir Sveinbjarnarson — 1966
- Í skriðunni - Texti: Þorgeir Sveinbjarnarson — 1966
- Eftir messu - Texti: Þorgeir Sveinbjarnarson — 1966
- Hamlet, úr 1. atriði þriðja þáttar - Texti: W. Shakespeare - M. Jochumsson þýddi — 1954
- Pétur Gautur, úr þriðja þætti - Texti: H. Ibsen - Einar Benediktsson þýddi - Hljómsveit af ókunnri erlendri plötu — 1955
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaLárus Pálsson (1914-1968) var einn snjallasti og um leið ástsælasti leikari hér á landi um aldarfjórðungs skeið. Að loknu stúdentsprófi 1934 stundaði hann nám við leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn og lauk því að þrem árum liðnum. Var Lárus þá þegar ráðinn leikari þar við leikhúsið, en í byrjun síðari heimsstyrjaldar hvarf hann heim til Íslands og tók við forystuhlutverki hjá Leikfélagi Reykjavíkur bæði sem leikstjóri og leikari. Gegndi hann því uns Þjóðleikhúsið tók til starfa 1950, en við það starfaði hann síðan til æviloka. Með stofnun og rekstri leikskóla (1940-54) lagði Lárus jafnframt mikilvægan skerf til menntunar íslenzkra leikara.
Í leik og leikstjórn tókst Lárus á hendur ýmis hin erfiðustu viðfangsefni leikhússins, en hlutverk hans og leiksigrar vitna um fjölhæfni og dýpt. Meðal hinna eftirminnilegustu voru Jón Grindvíkingur í Íslandsklukkunni (Halldór Laxness), Argan í Ímyndunarveikinni (Molière), Óvinurinn í Gullna hliðinu (Davíð Stefánsson) og titilhlutverkin Pétur Gautur (Henrik Ibsen) og Hamlet (William Shakespeare). Lárus var jafnvígur á gleðileik og harmleik. en hæst reis list hans í ljóðrænni túlkun og náði þar sérstöðu. Ljóðskynjun hans virtist dýpri og ríkari en annarra og framsögn hans, mjúk eða sterk, auðug eða einföld, nálgaðist einatt þá fullkomnun að öll önnur umfjöllun textans virtist út i hött. Efni þessarar upptöku er úrval þess sem Lárus lét eftir sig, m.a í fórum Ríkisútvarpsins. Enda þótt tilviljun hafi ráðið nokkru um geymd felst í því markverð heimild um list hans. |
||
Þetta er hundraðasta hæggenga (33 snúninga) hljómplatan sem fyrirtækið gefur út og má því telja þetta einskonar hátíðarútgáfu.
Ég dáði hinn frábæra listamann Lárus Pálsson mjög og tel það heiður fyrir mig að flutningur hans skuli vera á þessari hundruðustu plötu fyrirtækisins. Hér er um að ræða hljóðritanir úr safni Ríkisútvarpsins og spanna þær yfir 25 ár. Þær elztu frá 1942 og því misjafnar að gæðum. Ríkisútvarpið veitti góðfúslega leyfi sitt fyrir útgáfunni og ber að þakka Knúti Skeggjasyni tæknimanni og segulbandaverði útvarpsins fyrir gott starf við afritanir. Þá ber einnig að þakka Óskari Halldórssyni, lektor. sem valdi efnið úr safni útvarpsins og raðaði niður. Síðast en ekki sízt þakka ég Maríu Jóhönnu, dóttur Lárusar Pálssonar, og Hólmfríði systur hans, sem áttu sinn stóra þátt í því að af útgáfu þessari varð. |
||