Graham Smith - Með töfraboga

(Endurbeint frá SG 149)

Graham Smith - Með töfraboga er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni leikur Graham Smith þekkt dægurlög. Ólafur Gaukur útsetti alla tónlistina, stjórnaði hljóðfæraleik og hafði yfirumsjón með hljóðritun (producer). Graham Smith leikur á fiðlu, sem einleikari í öllum lögunum. Aðrir hljóðfæraleikarar í öllum lögum eru Pétur Hjaltested á píanó, Tryggvi Húbner á gítar, Pálmi Gunnarsson á bassa og Sigurður Karlsson á trommur. Aðrir hljóðfæraleikarar í einstaka lögum eru Kristinn Svavarsson á altó- og tenór saxófón, Eyþór Gunnarsson á rafmagnspíanó, Bernard Wilkinson á flautu, Viðar Alfreðsson á horn og trompetta og Reynir Sigurðsson á marimba. Strengjasveitina skipa: Anna Rögnvaldsdóttir, Claudia Hoehje, Graham Smith, Herdís Gröndal, Hrönn Geirlaugsdóttir og Sólrún Garðarsdóttir á fiðlur. Ágústa Jónsdóttir og Ásdís H. Runólfsdóttir víólur. Guðrún Th. Sigurðardóttir og Ólöf S. Óskarsdóttir selló. Hljóðritun fór fram í Hljóðrita hf. Tæknimaður: Gunnar Smári. Hljóðblöndun: Ólafur Gaukur og Gunnar Smári. Umslag: Brian Pilkington. Ljósmynd á umslagi: Finnur Fróðason. Litgreining og Prentun: Prisma, Hafnarfirði.

Graham Smith - Með töfraboga
Bakhlið
SG - 149
FlytjandiGraham Smith
Gefin út1981
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnGunnar Smári
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Suðurnesjamenn - Lag: Sigvaldi Kaldalóns
  2. Hvers vegna varstu ekki kyrr - Lag: Jóhann G. Jóhannsson
  3. Sofðu unga ástin mín - Lag: Íslenzkt þjóðlag
  4. Blítt og létt - Lag: Oddgeir Kristjánsson
  5. Bláu augun þín - Lag: Gunnar Þórðarson
  6. Stolt siglir fleyið mitt - Lag: Gylfi Ægisson
  7. Jarðafarardagur - Lag: Þórir Baldursson
  8. Hrafninn - Lag: Gunnar Þórðarson
  9. Viltu með mér vaka í nótt - Lag: Henni Rasmus
  10. Kontóristinn - Lag: Magnús Eirlksson