Kennaraskólakórinn - Skólasöngur Kennaraskólans

(Endurbeint frá SG 555)


Kennaraskólakórinn er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni flytur Kennaraskólakórinn undir stjórn Jóns Ásgeirssonar sex lög.

Skólasöngur Kennaraskólans
Bakhlið
SG - 555
FlytjandiKennaraskólakórinn
Gefin út1970
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Skólasöngur Kennaraskólans - Lag - texti: Jón Ásgeirsson — Freysteinn Gunnarsson
  2. Vorljóð - Lag - texti: J. Strauss — Margrét Jónsdóttir
  3. Krummavísa - Lag - texti: ísl. þjóðlag í útsetn. Jóns Ásgeirssonar
  4. Maíljóð - Lag - texti: Thomas Morley
  5. Activites - Lag - texti: Russell — Smith
  6. Little David - Lag - texti: Amerískur negrasálmur

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Blandaður kór hefur starfað í allmörg ár í Kennaraskóla Íslands. Síðustu árin hefur Jón Ásgeirsson tónskáld, sem er tónlistarkennari við skólann, stjórnað kórnum. Þó að breytingar verði œtíð nokkrar í kórnum á hausti hverju þegar nýir nemendur koma í skólann og hinir eldri hafa horfið, þá hefur Jóni tekizt að skapa kórnum sinn sérstœða stíl.

Á hljómplötu þessari kennir margra grasa, enda er það oftast nœr einkenni kóra, sem skipaðir eru ungu fólki að láta sér ekki nœgja, að syngja œttjarðarlögin ein, heldur bera víða niður. Hér er œfagamalt enskt lag; Maísöngur og þá einnig gamalkunnur, amerískur negrasálmur, "Little David". Svo er það gamall Straussvals: Vorljóð og síðan amerískt táningalag", sem ber nafnið "Activities", en þar leika með nokkrir skólasveinar. Þá má að lokum telja upp fyrstu lög plötunnar Skólasöng Kennaraskólans, eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Freysteins Gunnarssonar fyrrverandi skólastjóra skólans og síðan hina gamalkunnu þjóðvísu og þjóðlag: Krummavísur, í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Hljómplata þessi á ekki aðeins erindi til Kennaraskólanema ungra sem aldinna, heldur á hún og erindi til allra þeirra sem ánœgju hafa af kórsöng — léttum og leikandi kórsöng ungs œskufólks.