Katla María - Syngur spænsk barnalög

(Endurbeint frá SG 127)

Katla María - Syngur spænsk barnalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni syngur Katla María spænsk barnalög við íslenska texta eftir Guðmund Guðmundsson. Útsetningar og hljómsveitarstjórn Ólafur Gaukur. Hljóðritun: Tóntækni hf. Tæknimaður Sigurður Árnason. Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Ólafur Gaukur. Hönnun umslags: SG. Ljósmynd: Gerardo Hausman. Textasetning: Blik hf. Prentun: Grafík hf.

Katla María - Syngur spænsk barnalög
Bakhlið
SG - 127
FlytjandiKatla María
Gefin út1979
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason
Hljóðdæmi


Lagalisti

breyta
  1. Prúðuleikararnir - Lag - texti: F.Arbex - Guðmundur Guðmundsson
  2. Farfuglar - Lag - texti: H.Blanco - Guðmundur Guðmundsson
  3. Einn, tveir, þrír - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  4. Áramót - Lag - texti: A.Garrido/J.Torregros — Guðmundur Guðmundsson
  5. Helgarfrí - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  6. Við syngjum og tröllum - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  7. El Patio De Mi Casa - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  8. Það er alveg satt - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  9. Draumurinn - Lag - texti: Spænskt alþýðulag — Guðmundur Guðmundsson
  10. Álfabyggð - Lag - texti: A.Garrido/J.Torregros — Guðmundur Guðmundsson

Hljóðfæraleikarar

breyta
 
Hljóðfæraleikur í öllum lögum: Pétur Hjaltested, hljómborð, Björgvin Gíslason, gítar, Haraldur Þorsteinsson, bassi og Ragnar Sigurjónsson, trommur.

Jafnframt leikur Áskell Másson á ásláttarhljóðfæri í lögum 2 og 5 á A hlið og 1, 3 og 5 á B hlið og Jón Sigurbjörnsson á flautu í lögum 3 og 5 á A hlið og 2 og 4 á B hlið.

Í löguum 1 á A hlið og 2 á B hlið leika þau Anna Rögnvaldsdóttir, Graham Smith, Herdís Laxdal og María Vericonte á fiðlur, Brian Carlile og Mark Davies á lágfiðlur og Jóhannes Eggertsson og Pétur Þorvaldsson á píanó.

Í lögum 1, 2 og 5 á A hlið og 1, 2, 3 og 5 á B hlið leika þeir Jón Sigurðsson, Sveinn Birgisson og Snæbjörn jónsson á trompeta og Björn R. Einarsson og Oddur Björnsson á trombónur

 
 

Kórinn

breyta
 
sem aðstoðar Kötlu Maríu á plötunni eru: Margrét Kristín Blöndal, Sesselja Hausmann, Þóra Hermannsdóttir, Ásta Kristjana Sveinsdóttir, Jóhanna Arnórsdóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Þórir Bergsson, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Sigurborg Sturludóttir, Margét Ólöf Magnúsdóttir, Eyrún Jónsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Gróa María Þórðardóttir, Hafsteinn Jónsson og Felix Bergsson