Varðeldakórinn - Skátasöngvar

(Endurbeint frá SG 148)

Varðeldakórinn - Skátasöngvar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni syngur Varðeldakórinn 25 vinsæla skátasöngva. Útsetningar, söng og hljómsveitarstjórn Ólafur Gaukur. Einnig sá hann um tónlistarlegu hlið hljóðritunarinnar og hljóðblöndun ásamt Sigurði Rúnari Jónssyni sem annaðist hljóðritun í Studio Stemmu.

Varðeldakórinn - Skátasöngvar
SG - 148
FlytjandiVarðeldakórinn
Gefin út1981
StefnaSkátasöngvar
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Rúnar Jónsson

Lagalisti breyta

  1. Göngusöngvar - Lag - texti: Hæ meiri söng og meira yndi - A. Holzmann — Tryggvi Þorsteinsson - Þegar vorsólin leikur um vangana á mér - Þýskt þjóðlag — Tryggvi Þorsteinsson - Þegar sólin og vorið á veginum hlær - Lagahöfundur og textahöfundur ókunnir - Dagsins besta melódí - Lagahöfundur ókunnur — Tryggvi Þorsteinsson
  2. Gleðisöngvar - Lag - texti: Með sól í hjarta - J. Davis/Cr. Mitchell — Ragnar Jóhannesson - Sjá vetur karl er vikinn frá - R. Freedman — Tryggvi Þorsteinsson - Við skátans eld - Lagahöfundur ókunnur — Tryggvi Þorsteinsson
  3. Varðeldasöngvar Nr. 16,18 - Lag - texti: Við hópumst í kringum eldin - Lagahöfundur ókunnur — Tryggvi Þorsteinsson - Hafið hið ólgandi bláa haf - Lag og ljóð: Hrefna Tynes - Fram í heiðanna ró - Amerískt þjóðlag — Friðrik A. Friðriksson
  4. Hátíðasöngvar - Lag - texti: Guð minn láttu gæsku þína - C. C. Converze — Hrefna Tynes - Tendraðu lítið skátaljós - Lagahöfundur ókunnur — Hrefna Tynes - Þú átt skáti að vaka og vinna - Bellman — Hrefna Tynes
  5. Varðeldasöngvar Nr. II - Lag - texti: Á kvöldin skátar kynda bál - Lagahöfundur ókunnur — Tryggvi Kristjánsson - Nú suðar undiraldan - Lagahöfundur ókunnur — Haraldur Ólafsson
  6. Mótsöngvar - Lag - texti: Sólskin á vöngum - Lag og texti: Högni Egilsson - Skátastefnu herlega höldum - Tómas Grétar og Smári Ólasynir — Páll Ásmundsson - Syngjum nú allir saman - Tómas Grétar Ólason — Örlygur Richter - Höldum skátahátið - Lagahöfundur ókunnur — Henry Þór Henrysson
  7. Keðjusöngvar - Lag - texti: Someone's in the kitchen with Dinah - Lagahöfundur og textahöfundur ókunnir - Ging gang, gooli-gooli - Lagahöfundur og textahöfundur ókunnir Hljóðskráin "SG-148-Ke%C3%B0jus%C3%B6ngvar_Var%C3%B0eldak%C3%B3rinn.ogg" fannst ekki
  8. Varðeldasöngvar Nr. III - Lag - texti: Þýtur í laufi - Aldís Ragnarsdóttir — Tryggvi Þorsteinsson - Ef við lítum yfir farinn veg - Lagahöfundur ókunnur — Haraldur Ólafsson - Tengjum fastara bræðralagsbogann - Lagahöfundur ókunnur — Haraldur Ólafsson

Hljóðfæraleikarar breyta

 
Ólafur Gaukur, gítar; Alfreð Alfreðsson, trommur; Árni Scheving, bassi; Helgi Guðmundsson, munnharpa; Kristinn Svavarsson, tenór-saxófónn; Pétur Hjaltested, hljómborð; Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson, trompetar.

Varðeldakórinn

skipa söngfólk úr Silfurkórnum: Ásthildur Jónsdóttir, Hannes Sigurgeirsson, Hjálmar Sverrisson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Þórisdóttir, Magnús Ingólfsson, Magnús Magnússon, Sigríður Birgisdóttir og Þóroddur Þóroddsson.