Kirkjukór Akureyrar - Oss berast helgir hljómar

(Endurbeint frá SG 017)

Oss berast helgir hljómar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Kirkjukór Akureyrar jólalög. Stjórnandi er Jakob Tryggvason, organleikari Haukur Guðlaugsson. Hljóðritun fór fram í Mattíasarkirkju, Akureyri undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Þrír Akureyringar eiga heiðurinn af útliti plötuumslagsins, þeir Kristján Kristjánsson, sem teiknaði það, Eðvarð Sigurgeirsson, sem tók ljósmyndina af kirkjunni og Matthías Gestsson, sem tók myndina af kórnum.

Oss berast helgir hljómar
Bakhlið
SG - 017
FlytjandiKirkjukór Akureyrar
Gefin út1968
StefnaSálmasöngur
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Lagalisti

breyta
  1. Oss berast helgir hljómar - Lag - texti: Tryggvi Kristinsson — Freysteinn Gunnarsson
  2. Ave Maria - Lag - texti: Jacques Arcadelt — Latneskur texti
  3. Slá þú hjartans hörpustrengi - Lag - texti: Johann Sebastian Bach — Valdimar Briem
  4. Leið mig Guð - Lag - texti: Samuel Sebastian Wesley — Texti úr Davíðssálmum
  5. Ó, jesúbarn blítt - Lag - texti: Johann Sebastian Bach — Jakob Jóhann Smári
  6. Lofsöngur - Lag - texti: Sigfús Einarsson — Biblíutexti
  7. Syng guði dýrð - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Tómas Guðmundsson
  8. Í gegnum lífsins æðar allar - Lag - texti: L. Nielsen — Matthías Jochumsson
  9. Lofsöngur - Lag - texti: Helgi Helgason — 150. Davíðssálmur
  10. Liberia me (Einsöngur, Sigurður Svanbergsson) - Lag - texti: Gabriel Faure — Latneskur texti
  11. Ég kveiki á kertum mínum - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson Hljóðdæmi
  12. Dýrð í hæstu hæðum - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Friðrik Friðriksson
  13. Ó, faðir Guð við þökkum þér - Lag - texti: Ludwig V. Beethoven — Sigurbjörn Einarsson
  14. Rís upp drottni dýrð - Lag - texti: Gamalt ísl. tvísöngslag. Kórraddsetn.: Jakob Tryggvason

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þetta er fyrsta sálmasöngplatan af þessari stærð, sem út kemur hér á landi. Allir, sem viðriðnir eru útgáfu plötunnar hafa lagst á eitt um að vanda eins vel til hennar og framast hefur verið kostur. Frú Fríða Sæmundsdóttir, formaður Kirkjukórs Akureyrar átti hugmynd að útgáfunni og hélt kórnum við efnið eftir að samið hafði verið um útgáfu plötunnar. Jakob Tryggvason, hinn kunni tónlistarmaður á Akureyri, hefur stjómað kórnum um árabil og gerir á þessari hljómplötu. Í meirihluta laganna er leikið undir á hið tónfagra orgel Matthíasarkirkju og er þar að verki hinn landskunni organleikari Haukur Guðlaugsson.