Náttúra (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Náttúra var íslensk hljómsveit sem var stofnuð árið 1969 af Sigurði Árnasyni bassaleikara, Jónasi R. Jónssyni söngvara og þverflautuleikara, Rafni Haraldssyni trommuleikara og Björgvini Gíslasyni sólógítarleikara. Hljómsveitin, sem lék einkum framsækið rokk með textum á ensku, varð strax óhemju vinsæl á skemmtistöðum. Þessi útgáfa af hljómsveitinni lifði á annað ár en þá urðu breytingar sem enduðu í alls fjórum útgáfum af Náttúru og 1972 kom stóra platan Magic Key út. Kjölfestan í þessum fjórum útgáfum af Náttúru, voru alla tíð þeir Björgvin og Sigurður bassaleikari en þau sem komu og fóru þessi fjögur ár voru; Sigurður Rúnar Jónsson hljómborðs og fiðluleikari, Pétur Kristjánsson söngvari, Áskell Másson slagverksleikari, Jóhann G. Jóhannsson söngvari og gítarleikari, Shady Owens söngkona, Ólafur Garðarsson trommuleikari, og Karl Sighvatsson hljómborðsleikari.

Náttúra með plötuna Magic Key

Hljómsveitin lék meðal annars á Saltvíkurhátíðinni 1971 og sá um tónlist í uppfærslu Leikfélags Kópavogs á söngleiknum Hárinu í Glaumbæ 1971-2 og uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á söngleiknum Jesus Christ Superstar í Iðnó 1973.

Breiðskífur breyta