Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason - Hvert er farið blómið blátt

(Endurbeint frá SG 502)

Hvert er farið blómið blátt er 45-snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Þar syngja Elly og Ragnar ásamt hljómsveit Svavars Gests fjögur lög.

Hvert er farið blómið blátt
Bakhlið
SG - 502
FlytjandiElly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason
Gefin út1965
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti breyta

  1. Hvert er farið blómið blátt? - Lag - texti: Peter Seeger - Valgeir Sigurðsson
  2. Brúðkaupið - Lag - texti: J. Prieto - Árelíus Níelsson
  3. Farmaður hugsar heim - Lag - texti: Þórun Frans - Árelíus Níelsson
  4. Skvetta, falla, hossa og hrista - Lag - texti: Gietz - Valgeir Sigurðsson

Skvetta falla hossa og hrista breyta

Þær syngja:
Skvetta falla hossa og hrista, skvetta falla hossa og hrista
skvetta falla hossa og hrista, hrista stög og borð.
Út úr höfninni bylgjan ber, með sér bátinn sem er undir fótum mér.
Og hann vaggar vært og rótt, hann mun vagga mér í nótt.
Og við síður gutlar sjór, bylgja sérhver smá og stór.
Þær syngja:
Skvetta falla hossa og hrista, skvetta falla hossa og hrista........
Út á hafið er haldið brátt, þó að hafið það sé hvorki slétt né blátt.
Út úr augum ekki sér, því að óðum dimma fer.
Allt í kring er saltur sjór, bylgja sérhver smá og stór.
Syngur alveg í einum kór.
Þær syngja:
Láta marra hvessa kvissa, kvæsa urra messann kyssa
Skvetta falla hossa og hrista, skvetta falla hossa og hrista........
Þó að tómleiki magnist minn, ég er messinn hér um borð í fysta sinn.
Ég skal standa af mér allt, þó að andi móti kalt.
Þó að rjúki saltur sjór, bylgja sérhver smá og stór.
Syng ég alveg í einum kór.
Þær syngja:
Láta marra hvessa kvissa, kvæsa urra messann kyssa
Skvetta falla hossa og hrista, skvetta falla hossa og hrista........