Svanhildur - Þú ert minn súkkulaði-ís

(Endurbeint frá SG 559)

Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni flytur Svanhildur tvö lög. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur undir. Hana skipa: Carl Möller, Kristinn Sigmarsson, Ólafur Gaukur og Erlendur Svavarsson. Bakraddir Eddukórinn.

Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks
Bakhlið
SG - 559
FlytjandiSvanhildur
Gefin út1971
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Bæði lögin voru framlög í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1971. Fyrra lagið heitir upprunalega „Un banc, un arbre, une rue“ og var framlag Mónakó. Franska söngkonan Séverine flutti það. Höfundur lagsins er Jean-Pierre Bourtayre og upprunalegi textinn er eftir Yves Dessca. Annað lagið heitir upprunalega „Jack in the box“ og var framlag Bretlands, flutt af norðurírska söngvaranum Clodagh Rodgers. Lagið er eftir John Worsley og upprunalegi textinn eftir David Myers.

Lagalisti

breyta
  1. Ég skal bíða þín - Fyrsta verðlaunalagið úr Söngvakeppni Evrópu 1971
  2. Þú ert minn súkkulaði-ís - Fjórða verðlaunalagið úr Söngvakeppni Evrópu 1971