Hljómar - Fyrsti kossinn -Bláu augun þín
(Endurbeint frá SG 503)
Hljómar er 45 snúninga hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1965. Á henni flytja Hljómar tvö lög.
Fyrsti kossinn | |
---|---|
SG - 503 | |
Flytjandi | Hljómar |
Gefin út | 1965 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Fyrsti kossinn - Lag - texti: Gunnar Þórðarson - Ólafur Gaukur
- Bláu augun þín - Lag - texti: Gunnar Þórðarson — Ólafur Gaukur
Fyrsti kossinn
breyta- Fyrsta kossinn ég kyssti rjóða vanga.
- Þennan koss ég vil muna daga langa.
- Ég sá þig kæra fyrst um kvöld í maí.
- Ég var að koma' á rúntinn niðr' í bæ.
- Ó hve þín ásýnd öll mig heillaði.
- Því aldrei nokkurn tíma gleymt ég fæ.
- Fyrsta kossinn ég kyssti rjóða vanga……..
- Það var sem eldur um mig færi skjótt
- og undir niðr' í var mér ekki rótt.
- Þú komst til mín við kúrðum saman ein.
- Ég kæra gleymi aldrei þeirri nótt.
- Fyrsta kossinn ég kyssti rjóða vanga……..
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaÞað var eins og eitthvað mikið stæði til þegar hljóðritun á þessari fyrstu plötu Hljóma fór fram í útvarpssal fyrir stuttu. Skrifstofustúlkur útvarpsins, þrjár eða fjórar, dokuðu við og hlustuðu hugfangnar, og Pétur Steingrímsson, sem annaðist hljóðritunina, fékk sér auka „kók". Andrés Indriðason aðdáandi Hljóma númer 1, 2 og 3 brosti út undir eyru og vel það, og Sveinn Þormóðsson ljósmyndari, sem síðustu árin hefur ekki getað dansað annað en rólegan vals, fór allur að iða þegar Rúnar söng Fyrsta kossinn. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sem átti leið þarna um, lagði við hlustirnar þegar Engilbert spreytti sig á endatóninum í Bláu augun þín. Ólafur Gaukur, sem samið hafði textana fyrir Hljóma var til staðar til að breyta einhverju ef með þyrfti, en Gunnar gítarleikari, sem samið hafði lögin, söng millirödd í sitt hvoru laginu til að gefa þeim hinn rétta blæ. Erlingur gítarleikari, sem sofnað hafði undir ljósalampa tveimur kvöldum áður, stóð úti í horni viðþolslaus og var jafnvel enn dekkri á litinn en síðasti móhikaninn. Pétur Östlund, sem sýndi frábæran trommuleik í Fyrsta kossinum, bauðst til að árita mynd af Hljómum fyrir nokkrar ungar stúlkur, sem biðu frami á gangi. En þó að hann væri að taka við af Engilbert, sem trommuleikari Hljóma, þá vildu þær ekki sjá nafn hans á myndirnar, hann var alveg hárlaus,sögðu þær og þó var Pétur búinn að safna hári í tvo mánuði. Þannig leið dagurinn og þegar hljóðritun plötunnar var lokið, þá voru allir viðstaddir sannfærðir um, að eitthvað mikið hefði verið að ske; fyrsta íslenzka hljómplatan í þessum stíl var orðin að veruleika og auðvitað var hún með hinum óviðjafnanlegu Hljómum. | ||