Hörður Torfason - Án þín

(Endurbeint frá SG 046)

Án þín er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Á henni flytur Hörður Torfason tólf frumsamin lög með textum átta skálda.

Án þín
Bakhlið
SG - 046
FlytjandiHörður Torfason
Gefin út1971
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Lagalisti

breyta
  1. Án þín - Lag - texti: Hörður Torfason — Páll Ólafsson - Undirleikur: Kristján K. Víkingsson, píanó
  2. Konungurinn á Svörtu eyjum - Lag - texti: Hörður Torfason — Einar H. Kvaran - Undirleikur: Hörður Torfason, gítar
  3. Óráð - Lag - texti: Hörður Torfason — Jóhann G. Sigurðsson - Undirleikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison, gítarar
  4. Aðeins ætlað þér - Lag - texti: Hörður Torfason - Undiríeikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison, gítarar
  5. Ástarljóð - Lag - texti: Hörður Torfason — Ragnar I. Aðalsteinnsson - Undirleikur: Hörður Torfason, gítar og Ingvar Sigurðsson, ,,jew-harp"
  6. Úr daglega lífinu - Lag - texti: Hörður Torfason - Undirleikur: Hörður Torfason, gítar. Söngur með Herði: Helga Markúsdóttir
  7. Hlustaðu á mitt hjarta - Lag - texti: Hörður Torfason — Rúnar Hafdal Halldórsson - Undirleikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison gítarar
  8. Í áfánga - Lag - texti: Hörður Torfason — Halldór Laxness - Undirleikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison, gítarar
  9. Jésú Kristur og ég - Lag - texti: Hörður Torfason — Vilhjálmur frá Skáholti - Undirleikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison, gítarar Hljóðdæmi
  10. Helsprengjan - Lag - texti: IHörður Torfason — Davíð Stefánsson - Undirleikur: Hörður Torfason, gítar
  11. Ævintýri - Lag - texti: Hörður Torfason — Káinn
  12. Gamalt og gleymt - Lag - texti: Hörður Torfason — Káinn

Lög 5 og 6 eru samtengd. Undirleikur: Hörður Torfason og Steinþór Nicholaison gítarar. Þrír tólf ára drengir syngja með Herði: Ásmundur P. Ásmundsson, Þórður Bogason og Kristinn Ö. Torfason.

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Aftur er Hörður Torfason á ferðinni með tólf laga plötu. þar sem öll lögin eru eftir hann sjálfan. Fyrri plata hans, sem kom út fyrir ári, vakti slíka athygli, að einstakt má telja. Varð Hörður landskunnur lagahöfundur og túlkandi á nokkrum vikum og hafa vinsældir hans ekki dvínað.

Með Þessari plötu stækkar aðdáendahópur hans enn, því hér eru jafnvel betri lög en á fyrri plötunni og þá hefur Hörður aftur valið mörg afburða góð ljóð til að semja lög við. Má þar fyrst telja titillag plötunnar Án þín eftir Pál Ólafsson, en það er úr ljóðabók hans Fundin ljóð, sem kom út á síðasta ári. Við þetta hugljúfa ljóð, sem er um hundrað ára gamalt, hefur Hörður gert einstaklega fallegt lag, sem hann flytur hér með undirleik píanós. Önnur ljóð, sem vekja mætti athygli á eru hið kunna ljóð Vilhjálms frá Skáholti, Jesú Kristur og ég og hið sérstæða ljóð Laxness í Áfanga að ógleymdum perlum Káins, Ævintýri og Gamalt og gleymt. Og þá á Hörður sjálfur tvö ljóð á plötunni, sem standa fyrir sínu. Ung stúlka með fallega rödd, Helga Markúsdóttir, syngur með Herði í einu lagi og þrír drengir í öðrum tveimur. Undirleikur er ekki margbrotinn, sem gerir þessa plötu Harðar, eins og hina fyrri ólíka öllum öðrum íslenzkum plötum. Því það er fyrst og fremst einfaldleikinn, sem gerir hana hrífandi.