Mánar - Mánar

(Endurbeint frá SG 045)

Mánar er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í Metronome-studió (tækni-maður Bent Hulröj) og Rosenberg-studíó (tækni-maður Freddy Hansson) Kaupmannahöfn. Pressun plötunnar annaðist Nera í Osló. Myndir á umslagi tók Óli Páll. Setningu texta annaðist Prentsmiðja Jóns Helgasonar, en prentun umslags Grafik hf.

Mánar
Bakhlið
Breiðskífa
FlytjandiMánar
Gefin út1971
StefnaFramsækið Rokk
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnGunnar Þórðarson
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Líf þitt“Guðmundur Benediktsson og Smári Kristjánsson2:21
2.„Hvers vegna?“Guðmundur Benediktsson3:07
3.„Söngur Satans“Ólafur Þórarinsson3:21
4.„Litli Fuglinn“Ólafur Þórarinsson2:20
5.„Ég horfi á brimið“Ólafur Þórarinsson2:28
6.„Leikur að vonum“Ólafur Þórarinsson2:56
7.„Haustregn“Ólafur Þórarinsson3:48
8.„Villi verkamaður“Ólafur Þórarinsson2:50
9.„Sandkorn“Björn Þórarinsson3:12
10.„Prelúdía í A moll“Ólafur Þórarinsson2:11
11.„Þriðja heimstyrjöldin“Ólafur Þórarinsson4:29 33:03

Meðlimir

breyta


Texti af innblaði plötuumslags

breyta

HVERS VEGNA? - Lag: Guðmundur Benediktsson Ljóð: Ómar Halldórsson

Hvers vegna er lífið allt svo undarlegt?
Hvers vegna er lífið aðeins bið?
Hvers vegna er fólkið allt svo fáránlegt?
Hvers vegna finnur það ei frið?
Hvers vegna öðlast sumir aldrei frœgð?
Hvers vegna gráta sumir sárt?
Hvers vegna er lífsbraut sumra
lýst og fœgð?
Hvers vegna gefa þeir ei grið?
Þú veizt að auði fylgja alltaf völd.
Þú veizt að fátækt fylgir smán.
Hvers vegna er lífið allt svo undarlegt?


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þegar SG-hljómplötur gáfu út fyrstu plötuna með Mánum fyrir tveimur árum mátti strax heyra, að hér var hljómsveit á ferðínni, sem margt hafði til brunns að bera til að komast í röð fremstu hljómsveita á Íslandi. Með sinni næstu plötu, sem kom út fyrir ári, sönnuðu Mánar þetta enn betur, því sú plata tók hinni fyrstu fram að öllu leyti. Nú var kominn tími til að leggja enn veigameiri verkefni fyrir Mána.

Því var það, að SG-hljómplötur gerðu Mánum tilboð um að semja stóra plötu og hljóðrita við hin beztu fáanlegu skilyrði. Mánar hafa unnið að þessari hljómplötu undanfarna mánuði og hljóðrituðu hana síðan í Kaupmannahöfn í miðjum nóvember. Gunnar Þórðarson, gítarleikari hafði fylgst með Mánum síðustu œfingar fyrír hljóðritun og fór síðan utan með þeim, þar sem hann stjórnaði hljóðritun (producer) allra laganna, auk þess sem hann útsetti fyrir fjögur strengjahljóðfæri í einu lagi. Mánar eru Ólafur Þórarinsson, gítar og flauta. Ragnar Sigurjónsson, trommur. Björn Þórarinsson, orgel Smári Kristjánsson, bassi. Guðmundur Benediktsson, píanó.