Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns

(Endurbeint frá SG 115)

Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni syngja Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson dægurlög eftir Jenna Jóns. Útsetningar: þórir Baldursson. Hljóðritun á hljómsveitarundirleik fór fram í Hamburger Studio í München í Þýzkalandi og leikur Þórir ásamt þarlendum hljómlistarmönnum. Hljóðritun á söng fór fram í Tóntækni hf. Reykjavik undir umsjá Þóris Baldurssonar og þar lék Grettir Björnsson á harmoniku í laginu Ólafur sjómaður.

Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns
Bakhlið
SG - 115
FlytjandiElly Vilhjálms og Einar Júlíusson
Gefin út1978
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnÞórir Baldursson
Hljóðdæmi


Lagalisti breyta

  1. Lipurtá - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja
  2. Brúnaljósin brúnu - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT 1954 - Einar syngur
  3. Við fljúgum - Elly syngur
  4. Sjómannskveðja - Elly og Einar syngja
  5. Ömmubæn - Einar syngur
  6. Viltu koma - Lagið hlaut önnur verðlaun í danslagakeppni SKT 1956 - Elly og Einar syngja
  7. Vökudraumur - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni SKT 1953 - Elly og Einar syngja
  8. Lítið blóm - Elly syngur
  9. Heim - Einar syngur
  10. Ólafur sjómaður - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja
  11. Mamma mín - Elly syngur
  12. Hreyfilsvalsinn - Lag þetta var á sínum tíma tileinkað starfsfélögum Jenna á Hreyfli - Elly og Einar syngja