Ýmsir - Við djúkboxið

(Endurbeint frá SG 161)

Ýmsir - Við djúkboxið er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1982. Á henni flytja ýmsir nokkur dægurlög frá sjötta áratugnum valin af Björgvini Halldórssyni.

Ýmsir - Við djúkboxið
Bakhlið
SG - 161
FlytjandiÝmsir
Gefin út1982
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Lagalisti breyta

  1. Rabbabara-Rúna - Lag - texti: B. L. Jones/W. Young - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Sigurður Dagbjartsson
  2. Farðu ekki frá mér - Lag - texti: Wayne Bickerton - Jón Sigurðsson - Söngur: Erna Gunnarsdóttir og Ólafur Þórarinsson
  3. Við Djúkboxið - Lag - texti: M. Harris/R. Harris - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Haraldur Sigurðsson
  4. Bara í kvöld - Lag - texti: E. Maresca/L Zerato - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Helga Möller
  5. Í nótt - Lag - texti: Wayne Bickerton - Jón Sigurðsson - Söngur: Ólafur Þórarinsson
  6. Lína - Lag - texti: Dimucci/Brandt - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Björgvin Halldórsson
  7. Páll og Pála - Lag - texti: Hildebrand - Jón Sigurðsson - Söngur: Jóhann Helgason og Erna Gunnarsd
  8. Uns ég verð - Tuttugu og eins - Lag - texti: Doc Pomus/Mort Shuman - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Sigurður Dagbjartsson
  9. Hvað sérð þú við mig - Lag - texti: Levenson - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Jóhann Helgason
  10. Sussu-bí - Lag - texti: Doc Pomus/Mort Shuman/Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Haraldur Sigurðsson
  11. Allt upp í topp - Lag - texti: Lagahöfundur ókunnur - Þorsteinn Eggertsson - Söngur: Björgvin Halldórsson

Björgvin Halldórsson breyta

 
tók heldur betur til hendinni á sinni fyrstu plötu fyrir SG-hljómplötur. Hann átti hugmyndina að plötu þessari. Hann valdi dægurlög frá sjötta áratugnum og fékk kunna textahöfunda til að gera lög við þau. Þá valdi Björgvin einnig söngvara alla og hljóðfæraleikara er getur að heyra á plötunni. Einnig sá hann um útsetningar (aðrar en útsetningar fyrir strengjahljóðfæri) og stjórnaði hljóðritun. Allar bakraddir sá Björgvin einn um auk þess sem hann syngur að sjálfsögðu aðalsönginn í tveimur lögum.

Aðrir söngvarar eru Helga Möller, Jóhann Helgason, Erna Gunnarsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Ólafur Þórarinsson og Sigurður Dagbjartsson.

Hljóðfæraleik annast þeir Magnús Kjartansson, píanó; Ásgeir Óskarsson, trommur; Tómas Tómasson, bassi og prophet synthesizer; Björn Thoroddsen, gítar; Kristinn Svavarsson, tenór-saxófónn; Árni Scheving, baritón-saxófónn og Björgvin Halldórsson, gítar. Strengjahljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika í nokkrum lögum, en útsetningar fyrir þá annaðist Jón Sigurðsson.

Hljóðritun fór fram í Hljóðrita. Tæknimenn: Tony Cook og Sigurður Bjóla. Hljóðblöndun: Björgvin Halldórsson og Tony Cook. Umslag: Ernst Bachmann. Litgreining og prentun: Prisma.