Jón Sigurbjörnsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenska höfunda

(Endurbeint frá SG 109)

Jón Sigurbjörnsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenska höfunda er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni syngur Jón Sigurbjörnsson íslensk sönglög. Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari annast undirleik.

Jón Sigurbjörnsson - Fjórtán sönglög eftir fjórtán íslenska höfunda
Bakhlið
SG - 109
FlytjandiJón Sigurbjörnsson
Gefin út1977
StefnaSönglög
ÚtgefandiSG - hljómplötur


Lagalisti

breyta
  1. Sjá, dagar koma - Lag - texti: Sigurður Þórðarson — Davíð Stefánsson
  2. Útlaginn - Lag - texti: Knútur R. Magnússon — Davíð Stefánsson
  3. Nirfillinn - Lag - texti: Karl O. Runólfsson — Davíð Stefánsson
  4. Sumargleði - Lag - texti: Þórarinn Guðmundsson — Gestur
  5. Bikarinn - Lag - texti: Markús Kristjánsson — Jóhann Sigurjónsson
  6. Sverrir konungur - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson — Grímur Thomsen
  7. Ásareiðin - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Grímur Thomsen
  8. Bára blá - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag í útsetningu Jóns Ásgeirssonar — Magnús Grímsson
  9. Hvítflibbaþræll - Lag - texti: Jón Ásgeirsson — Steinn Kristjánsson
  10. Fögur sem forðum - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Guðmundur Guðmundsson
  11. Kæra vor - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Þorsteinn Erlingsson
  12. Í dag - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
  13. Í fögrum dal - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen Hljóðdæmi
  14. Norður við heimskaut - Lag - texti: Þórarinn Jónsson — Kristján Jónsson


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Hinn landskunni leikari og söngvari Jón Sigurbjörnsson fæddist að Ölvaldsstöðum í Mýrasýslu. Jón var í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1944—45 og fór skömmu síðar að syngja með Karlakór Reykjavíkur og fór með kórnum í söngför til Bandaríkjanna haustið 1946.Í Bandaríkjunum varð Jón eftir og hóf að nema leiklist við The American Academy of Dramatic Arts í New York og útskrifaðist frá þeim skóla 1948. Að loknu leiklistarnámi kom Jón heim til Íslands og lék í sýningum Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet í Iðnó um vorið 1949.

Hefur Jón Sigurbjörnsson starfað sem leikari og leikstjóri hér á landi svo til óslitið fram til þessa dags. Þó að leikarinn í Jóni hafi oftast nœr haft yfirhöndina, þá hefur söngvarinn látið þó nokkuð að sér kveða Jón fór til Ítaliu haustið 1951 og var þar meira og minna við söngnám hjá einkakennurum fram til 1954, fyrst í Mílanó og síðar í Róm. Og 1960 fékk Jón ítalskan styrk til framhaldsnáms og var við nám á Ítalíu. Þar söng hann m.a. í þremur óperum með ítölskum óperuflokki. Þegar ítalski söngvarinn Sigurður Franzson Demetz kom til Íslands um 1955 hélt Jón áfram söngnámi og var í tímum hjá honum árum saman.

Þó að hinn fágaði söngur Jóns og hin djúpa og kraftmikla rödd hans hefði hlotið viðurkenningu og aðdáun á Íslandi, þá var það ekki fyrr en 1964, sem Jón lagði land undir fót er hann var ráðinn til Konunglegu óperunnar í Stokkhólmi, þar sem hann söng 1964—65, og síðan hefur vegur hans sem söngvari hægt og sígandi vaxið. Erlendir músikmenn og gagnrýnendur sem heyrt hafa til Jóns í hinum ýmsu óperuuppfærslum hér á landi hafa allir lofsamað söng hans. en hann hefur m.a. sungið í uppfærslum Þjóðleikhússins á Rakaranum í Sevilla, Töfraflautunni, La Boheme og Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar. Jón Sigurbjörnsson hefur sungið í sjónvarpi á Íslandi og útvarpi oftar en tölu verður á komið og á fjölda skemmtana um land allt hefur hann sungið hin síðari ár.

Á þessari hljómplötu syngur Jón Sigurbjörnsson fjórtán íslenzk lög eftir fjórtán íslenzk tónskáld. Er þetta áttunda plata SG-hljómplatna í útgáfuflokki íslenzkra einsöngvara og tvímælalaust ein hin allra bezta.

Ólafur Vignir Albertsson aðstoðaði Jón ekki aðeins sem undirleikari, heldur var hann og honum sérstök hjálparhella við val á lögum. Er hlutur Ólafs Vignis í þessum útgáfuflokki SG-hljómplatna orðinn mikill og góður.