Þrjú á palli - Hátíð fer að höndum ein

(Endurbeint frá SG 040)

Hátíð fer að höndum ein er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1971. Hljóðritun fór fram í Diekestúdíó í Stokkhólmi undir stjórn (pro-ducer) Þóris Baldurssonar, en tœknimaður við hljóðritun var Lars Wallander. Útsetningar sá Jón Sigurðssonum og hafa Þrjú á palli fyrir tilstilli Jóns, líklega aldrei gert betur, því að hann nýtir hverja rödd til hins ýtrasta í útsetningum sínum. Ríkarður Pálsson leikur með á kontrabassa og Claes Hellman á flautu. Björn Björnson réði útliti plötuumslags. Styttan á forsíðunni, sem sýnir vitringana hjá þeim Maríu, Jósef og Jesúbarninu, er frá 15. öld, skorin í tré og máluð. Í textaopnunni er mynd af altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit, gert á 16. öld. Hvortveggja er í Þjóðminjasafni Íslands og myndir birtar með leyfi þess.

Hátíð fer að höndum ein
Bakhlið
SG - 040
FlytjandiÞrjú á palli
Gefin út1971
StefnaJólalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnÞórir Baldursson

Lagalisti

breyta
  1. Hátíð fer að höndum ein
  2. Það á að gefa börnum brauð
  3. Borinn er sveinn í Betlehem
  4. Gilsbakkaþula
  5. Með gleðiraust og helgum hljóm
  6. Komdu til mín fyrsta kvöldið jóla
  7. Englasveit kom af himnum há
  8. Immanúel oss í nátt
  9. Frábæra-bæra
  10. Grýlukvæði
  11. Frelsarinn er oss fæddur nú
  12. Góða veislu gjöra skal Hljóðdæmi

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þrjú á palli eru þau Troels Bendtsen, Edda Þórarinsdóttir og Halldór Kristinsson. Þetta er fjórða platan, sem flokkurinn gerir á tuttugu mánuðum og segir það nokkuð um vinsœldir hans. Enda komust Þrjú á palli í fremstu röð íslenzkra skemmtikrafta á þessu sviði með sinni fyrstu plötu.

Þessi plata er ólík hinum fyrri að því leyti, að hér eru aðeins íslenzk þjóðlög og eru öll tengd jólunum. Fœst þeirra hafa áður verið flutt á hljómplötu. Eru þetta lög allt frá fimmtándu öld, sem varðveizt hafa í handritum og síðan yngri lög, sennilega frá síðustu öld, sem hafa verið skrifuð upp eftir gömlu fólki. Má lesa nánar um þetta í skýringum Helgu Jóhannsdóttur, sem fylgir textum á öðrum stað á umslaginu. Þá kom þar einnig við sögu Grímur M. Helgason, sem aðstoðaði við lestur texta í gömlum handritum á Landsbókasafni Íslands. Hér á baksíðunni má sjá frumgerðir tveggja laga á þessari plötu eins og þau eru að finna í gömlu handriti og sálmabók. Hér til vinstri er blað úr pappírshandriti, er það úr sálmabók, sem heitir Hymnodia Sacra, samantekin og skrifuð af séra Guðmundi Högnasyni í Vestmannaeyjum 1742. Fyrir neðan er blað úr sálmabók sem var þrykkt á Hólum í Hjaltadal af Marteini Arnoddssyni árið 1711 og ber hún heitið Graduale — ein almennileg messusöngbók. Almennt kölluð Grallarinn. Í þeirri bók er lagið Frelsarinn er oss fœddur nú. En í handritinu er lagið Immanúel oss í nátt. Myndír þessar eru fengnar hjá Landsbókasafni Íslands. Eins og sjá má af framantöldu höfum við hjá SG-hljómplötum gert þessa hljómplötu eins vel úr garði að öllu leyti og framast hefur verið kostur. Er það von okkar, að þessi einstœða hljómplata eigi ekki aðeíns eftir að verða tekín fram á íslenzkum heimilum jól eftir jól, heldur hafi um leið verið markað stórt spor í útgáfu íslenzkra þjóðlaga.