Ýmsir - Dýrin í Hálsaskógi (plata)
Dýrin í Hálsaskógi er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967.
Dýrin í Hálsaskógi | |
---|---|
SG - 014 | |
Flytjandi | Leikarar úr Þjóðleikhúsinu |
Gefin út | 1967 |
Stefna | Leikrit með söngvum |
Útgefandi | SG-hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Á henni flytja leikarar við Þjóðleikhúsið Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner. Tónlistin er eftir Christian Hartmann og Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsdóttir þýddi leikritið og Kristján frá Djúpalæk þýddi ljóð. Carl Billich leikur á píanó. Leikstjóri er Klemens Jónsson og sögumaður Róbert Arnfinnsson.
Leikarar
breyta- Lilli klifurmús - Árni Tryggvason
- Mikki refur - Bessi Bjarnason
- Marteinn skógarmús - Baldvin Halldórsson
- Amma skógarmús - Nína Sveinsdóttir
- Bangsapabbi - Jón Sigurbjörnsson
- Bangsamamma - Emilía Jónasdóttir
- Hérastubbur bakari - Ævar Kvaran
- Bakaradrengur - Gísli Alfreðsson
- Patti broddgöltur - Klemens Jónsson
- Maðurinn - Lárus Ingólfsson
- Konan - Anna Guðmundsdóttír
- Húsamúsin - Margrét Guðmundsdóttir
- Lísa og Pétur
- Íkornabörn og fleiri dýr í skóginum
Textabrot af bakhlið plötuumslags
breytaMarteinn er minnsta dýrið í Hálsaskógi, en þó hann sé lítill þá er hann bæði hygginn og gætinn. Hann safnar hnetum og könglum og hugsar fyrir morgundeginum. En bezti vinur Marteins, Lilli klifurmús er allt öðruvísi. Hann lifir fyrir líðandi stund, semur lög og syngur og spilar á gítarinn sinn:
„Er hnetum aðrir safna í holur sínar inn, — ég labba út um hagann og leik á gítarinn — dúddilían dæ“, syngur Lilli klifurmús um sjálfan sig. Í Hálsaskógi eiga Bangsapabbi og Bangsamamma líka heima og einnig Bangsi litli. Þar má einnig finna Hérastubb bakara og Bakaradrenginn. Og einnig Ömmu skógarmús, sem er amma Marteins, og þar á Patti broddgöltur líka heima og mörg fleiri dýr. |
||