Karlakór Reykjavíkur - Lög eftir Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson

(Endurbeint frá SG 086)

Karlakór Reykjavíkur - Lög eftir Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1975. Hljóðritun fór fram í Háteigskirkju snemma árs 1975 undlr stjórn Péturs Steingrímssonar. Mynd á framhlið er af Emil Thoroddsen, en litmyndin er tekin af Gunnari Hannessyni.

Karlakór Reykjavíkur - Lög eftir Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson
Bakhlið
SG - 086
FlytjandiKarlakór Reykjavíkur
Gefin út1975
StefnaKórlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Hver á sér fegra föðurland - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Hulda
  2. Smalastúlkan - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen - Útsetning: Páll P. Pálsson
  3. Litfríð og ljóshærð (Vöggukvæði) - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen - Útsetning: Páll P. Pálsson - Tvísöngur: Ragnar Þjóðólfsson, tenór og Hreiðar Pálmason, barítón
  4. Búðarvísur - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen
  5. Til skýsins - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen - Útsetning: Páll P. Pálsson
  6. Í fögrum dal - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen - Útsetning: Páll P. Pálsson
  7. Íslands Hrafnistumenn - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Örn Arnarson
  8. Ó, fögur er vor fósturjörð - Lag - texti: Emil Thoroddsen — Jón Thoroddsen - Útsetning: Jan Morávek
  9. Íslands lag - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Grímur Thomsen - Einsöngur: Elisabet Erlingsdóttir, sópran
  10. Í rökkurró hún sefur - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Guðmundur Guðmundsson
  11. Undir söngsins merki - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Kjartan Ólafsson
  12. Þei þei og ró ró - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Gestur
  13. Villtir í hafi - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Guðmundur Böðvarsson
  14. Á Finnafjallsins auðn - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson — Þorsteinn Gíslason

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þetta er sjötta hljómplatan í útgáfuflokki SG-hljómplatna. þar sem Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir íslenzk tónskáld. Að þessu sinni hafa tónskáldin Emil Thoroddsen og Björgvin Guðmundsson orðið fyrir valinu. Átta lög eftir Emil er að finna á plötunni og sex eftir Björgvin. Upphaflegar raddsetningar tónskáldanna eru notaðar að mestu leiti. þó eru nokkur lög raddsett af Páli Pampichler Pálssyni stjórnanda kórsins.

Tveir meðlimir kórsins, þeir Ragnar Þjóðólfsson og Hreiðar Pálmason syngja tvísöng í einu lagi Emils og Elísabet Erlingsdóttir sópransöngkona syngur einsöng í einu lagi Björgvins. Guðrún Á. Kristinsdóttir leikur undir í tveimur lögum á píanó og í fáeinum öðrum lögum aðstoða nokkrir hljómlistarmenn úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Aðrar plötur í þessum útgáfuflokkl er með lögum Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteinsonar. Bjarna Þorsteinssonar, Sigfúsar Einarssonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og síðan sérstök plata með íslenzkum þjóðlögum.