Karlakór Reykjavíkur - Úrvals kórlög

(Endurbeint frá SG 153)

Karlakór Reykjavíkur - Úrvals kórlög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1981. Á henni flytur Karlakór Reykjavíkur úrvals kórlög. Hljóðritun: Pétur Steingrímsson. Ljósm: Ljósmyndastofa Þóris. Litgreining og prentun: Prisma, Hafnarfirði

Karlakór Reykjavíkur - Úrvals kórlög
Bakhlið
SG - 153
FlytjandiKarlakór Reykjavíkur
Gefin út1981
StefnaKórlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson

Lagalisti

breyta
  1. Áfram - Lag - texti: Árni Thorsteinsson - Hannes Hafstein - Hljómsveit aðstoðar. Útsetning: Páll P. Pálsson
  2. Á Sprengisandi - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns Grímur Thomsen - Útsetning: Einar Ralf. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
  3. Gleðivísur - Lag - texti: Jón Leifs - Þjóðvísur
  4. Í rökkurró hún sefur - Lag - texti: Björgvin Guðmundsson - Guðmundur Guðmundsson
  5. Svanasöngur á heiði - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Steingrímur Thorsteinsson - Útsetning: Páll P. Pálsson. Píanó: Guðrún A. Kristinsdóttir. Einsöngur: Guðrún Á. Símonar
  6. Bára blá - Lag - texti: Íslenzkt þjóðlag - Magnús Grímsson - Útsetning: Páll P. Pálsson
  7. Er sólin hnígur - Lag - texti: Árni Thorsteinsson - Hannes Hafstein - Einsöngur: Guðmundur Jónsson
  8. Ó Guð vors lands - Lag - texti: Sveinbjörn Sveinbjörnsson - Matthías Jochumsson
  9. Suðurnesjamenn - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Ólína Andrésdóttir - Hljómsveit aðstoðar. Útsetning: Páll P. Pálsson Píanó: Guðrún A. Kristinsdóttir. Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson Hljóðdæmi
  10. Í fögrum dal - Lag - texti: Emil Thoroddsen - Jón Thoroddsen - Hljómsveit aðstoðar. Útsetning: Páll P. Pálsson
  11. Yfir voru ættarlandi - Lag - texti: Sigfús Einarsson - Steingrímur Thorsteinsson
  12. Smalastúlkan - Lag - texti: Emil Thoroddsen - Jón Thoroddsen - Hljómsveit aðstoðar. Útsetning: Páll P. Pálsson
  13. Sveitin mín - Lag - texti: Bjarni Þorsteinsson - Sigurður Jónsson
  14. Ísland ögrum skorið - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Eggert Ólafsson

Karlakór Reykjavíkur

breyta
 
er að ljúka fimmtugasta og fimmta ári sínu, og hafa þau verið hvert ööru viðburðaríkara. Kórinn var stofnaður af Sigurði Þórðarsyni þriðja janúar 1926, en þá var Sigurður nýkominn frá tónlistarnámi í Þýzkalandi. Undir öruggri og listrænni stjórn Sigurðar Þórðarsonar hlaut kórinn fljótt viðurkenningu innanlands sem utan. Sigurður Þórðarson lét af stjórn kórsins 1962 og við tók Páll P. Pálsson sem enn stjórnar kórnum.

Frá upphafi hefur kórinn haldið hljómleika árlega í Reykjavík fyrir styrktarfélaga sína, sem nú eru um tvö þúsund. Auk þess hefur kórinn haldið hljómleika víða um land.

Hinar mörgu utanlandsferðir kórsins hafa skapað honum vinsældir og frægð víða um heim og er hann í sérstöku uppáhaldi í Bandaríkjunum, sem sjá má af því, að árið 1981 er hann að fara í sína fjórðu hljómleikaferð þangað. Annars eru utanlandsferðir kórsins sem hér segir: Árið 1935 til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. 1937 til Danmerkur, Þýzkalands, Tékkóslóvakíu og Austurríkis. 1946 hélt kórinn sextíu hljómleika á þremur mánuðum í Bandaríkjunum og Kanada fyrir tilstilli hins heimsfræga umboðsmanns listamanna S.Hurok. Árið 1953 fór kórinn í siglingu um Miðjarðarhafið og hélt hljómleika í Alsír, í Vatíkaninu, ítalíu, Frakklandi, Spáni og Portúgal. 1956 í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Skotlandi. Árið 1960 var farið í tveggja mánaða hljómleikaferð um Kananda og Bandarfkin þar sem haldnir voru fjörutíu hljómleikar fyrir tilstilli Columbia Artists Management. 1966 var farið í siglingu um Miðjarðarhafið og Svartahafið og komið við í Rússlandi og Grikklandi þar sem hljómleikar voru haldnir. Árið 1967 hélt kórinn nokkra hljómleika á heimssýningunni í Montreal í Kanada. 1973 í Tékkóslóvakíu, Austurríki og Júgóslavíu. Árið 1975 lá leiðin enn til Kanada og Bandaríkjanna. 1979 fór kórinn í hljómleikaferð til Kína, sem tókst með miklum glæsibrag eins og allar fyrri hljómleikaferðir kórsins og að lokum er svo hljómleikaferð kórsins 1981 til Bandaríkjanna.

Stjórnandinn

Páll Pampichler Pálsson fæddist árið 1928 í Graz í Austurríki. Að loknu fjölþættu tónlistarnámi hóf hann störf við óperuhljómsveitina í Graz aðeins sautján ára að aldri. Árið 1949 var honum boðið að taka við stjórn Lúðrasveitar Reykjavíkur á Íslandi, sem hann þáði. Hann settist að á Íslandi og varð Íslenzkur ríkisborgari árið 1958.Páll lék á trompet í Sinfóníuhljómsveit Íslands allt fram til 1959 en þá fór hann til Hamborgar til framhaldsnáms í tónlist, og þá sérstaklega með hljómsveitarstjórn í huga. Um nokkurra ára skeið hefur hann verið aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, en hann tók einnig við stjórn Karlakórs Reykjavíkur 1964.

Páll P. Pálsson hefur ekki aðeins raddsett mörg tónverk fyrir kóra auk þess sem hann hefur útsett mikið fyrir lúðrasveitir og sinfóníuhljómsveitir, heldur er hann afkastamikið tónskáld. Tónverk hans, sem spanna yfir fjölbreytt svið hafa mörg hver hlotið alþjóðaviðurkenningu.