Savanna tríóið - Savanna tríóið 1968

(Endurbeint frá SG 015)

Savanna tríóið - Savanna tríóið er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1968. Á henni flytur Savanna tríóið þjóðleg lög. Kápumynd Jón Guðmundsson.

Savanna tríóið - Savanna tríóið
Bakhlið
SG - 015
FlytjandiSavanna tríóið
Gefin út1968
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnTony Russel
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Eitt sinn var ég ógiftur - Lag - texti: Þórir Baldursson — Sigurður Þórarinsson
  2. Barn - Lag - texti: Ragnar Bjarnason — Steinn Steinarr
  3. Suliram (Vögguljóð) - Lag - texti: Indónesískt þjóðlag— Jón Örn Marinósson
  4. Gestur - Lag - texti: Þórir Baldursson — Davíð Stefánsson
  5. Teitur tinari - Lag - texti: Írskt þjóðlag — Jón Örn Marinósson
  6. Einn ég fer um auða slóð - Lag - texti: T. Paxton — Hinrik Bjarnason
  7. Vindur blés - Lag - texti: I. Tyson — Hinrik Bjarnason
  8. Nikkólína - Lag - texti: Erlent alþýðulag — Ingimundur
  9. Á Dökkumiðum - Lag - texti: Þórir Baldursson — Davíð Stefánsson
  10. Yfir græði og grundum - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Sigurður Þórarinsson
  11. Bílavísur - Lag - texti: Erlent alþýðulag — Ingimundur


Um lögin

breyta
 
Eitt sinn var ég ógiftur. Það getur verið afdrifaríkt að bjóða inn til sín ungri stúlku, sem er aðframkomin af kulda. Segjum svo, að ofninn vilji ekki hitna ....

Barn. Í þessu ljóði er fjallað um æviskeiðið, sem rennur framhjá okkur eins og straumur. Samferðamennirnir breytast, þótt sjálf séum við eins og börn á ströndinni.

Eiríkur formaður. Hraustir sjómenn hafa löngum verið hetjur í augum þeirra, sem í landi bíða og skáldin hafa ort um þá mikil kvæði. Má þar nefna Stjána Bláa og svo Eirík formann, sem hér segir frá.

Suliram. Þetta er vögguljóð langt sunnan úr Asíu, frá Indónesíu. Lagið er fallegt og seiðandi og syngur Savanna tríóið hluta ljóðsins á frummálinu.

Gestur. Það kveður við dapran tón í þessu ljóði skáldsins frá Fagraskógi. Viðfangsefnið er brostin æskuvon; vonsvikinn maður, sem er utanveltu við samfélagið — gestur í þessum heimi.

Teitur tinari. Tinari er hér þýðing á enska orðinu „tinker", en það er heiti þeirra manna, sem flakka um sveitir og gera við potta, pönnur og önnur ílát. Sagan segir frá tinara, sem hét Teitur og því, sem gerðist þegar hann kom á bæ nokkurn og bauð húsfreyju þjónustu slna.

Einn ég fer um auða slóð. Láttu ekki töfra hins frjálsa flökkulífs ná tökumá þér. Haltu þig heldur heimavið, því sá, sem á engan samastað er sjaldnast öfundsverður.

Vindur blés. Fallegt ljóð um skilnað elskenda. Ástin verður að víkja fyrlr brauðstriti og veraldlegu amstri, en í fjarska hyllir undir endurfundi.

Nikkólína. Ung stúlka ofan úr Mosfellssveit ræður sig í vist til höfuðborgarinnar. Biðlarnir koma í löngum röðum unz blessaður sakleysinginn snýr heim í sveitina aftur með barn á handleggnum.

Á dökkumiðum. Í fyrstu bók Davíðs Stefánssonar, „Svartar fjarðrir", er að finna þetta seiðandi ljóð um fiskimanninn mikla. Og sumir segja að karlinn „sé með horn og hala og hófa — og jafnvel klær".

Yfir græði og grundum. Þetta er alþekktur, franskur húsgangur um ástfanginn mann. Í niðurlagi ljóðsins er svo tillaga um ódýra og örugga aðferð til að losna frá öllu saman.

Bílavísur. Gamanvísur Kristjáns Linnet, sem orti undir nafninu „Ingimundur" voru á hvers manns vörum fyrir nokkrum áratugum og átti hinn snilldarlegi flutningur Bjarna Björnssonar á þeim ekki hvað minnstan þátt í þvi. Savanna trióið hefur endurvakið sumar af þessum skemmtilegu vísum og ennþá stendur „Ingimundur" vel fyrir sínu.

 
 


Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Þeir Þórir Baldursson, Troels Bendtsen og Björn Björnsson áttu það eitt sameiginlegt þegar þeir voru litlir strákar, að hafa verið ljósmyndaðir standandi upp við hina ómissandi súlu, sem Loftur ljósmyndari kom sér upp í lok síðasta stríðs. (Það er sennilega varla til það barn í Reykjavik fætt á árunum 1945—50, sem ekki var ljósmyndað upp við súluna hans Lofts).

Fimmtán árum síðar hittust þeir Þórir, Troels og Björn í fyrsta sinn og fóru að syngja saman. Síðan hafa þeir liklega ekki verið ljósmyndaðir hver í sínu lagi, heldur allir saman. Þeir héldu nefnilega hópinn; skírðu flokkinn Savanna-tríóið og slíkur er frami Savanna-tríósins á þessum fáu árum, sem það starfaði, að einstætt er í íslenzku skemmtanalífi. Þeir sungu í fjölda útvarpsþátta; komu fram á skemmtunum um land allt. Voru fengnir sérstaklega til að skemmta erlendum fyrirmönnum er Ísland heimsóttu. Hafa sungið inn á þrjár tólf-laga plötur, sem allar hafa komist í flokk söluhæstu hljómplatna á Íslandi. Þeir hafa komið fram á Íslendingaskemmtunum erlendis; komið fram í sjónvarpi á öllum Norðurlöndunum svo og Bretlandi, að því ógleymdu, að þeir voru fyrstu skemmtikraftarnir, sem komu fram í hinu unga, íslenzka sjónvarpi. Þar voru þeir strax í upphafi fengnir til að annast sérstakan dagskrárlið einir. En þegar þeir tóku að sér sjónvarpsþættina voru þeir hættir að koma fram opinberlega. Ætluðu aðeins að ljúka við eina tólf-laga plötu, (sem kom út um vorið 1967) og hætta síðan alveg að syngja.

En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þegar sjónvarpsþáttunum var lokið kom í ljós, að þeir áttu í fórum sinum mörg frábær lög með skínandi góðum textum. Þessvegna varð það að ráði, að þeir fóru til London á vegum SG-hljómplatna og hljóðrituðu þau tólf lög, sem eru á þessari plötu Þessi hljómplata er, eins og hin síðasta hljóðrituð við hin beztu skilyrði og í stereo. Yfirumsjón með hljóðritun hafði Tony Russell. Og að lokum verð ég að halda því sama fram og ég gerði um hina síðustu plötu; að hún væri bezt þeirra sem þá voru komnar út; þessi er bezt þeirra fjögurra sem út eru komnar. Hlustið og við verðum væntanlega sammála.