Super Bowl
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: úrelt |
Super Bowl er úrslitaleikur NFL deildarinnar í amerískum fótbolta. Leikurinn er yfirleitt spilaður á sunnudegi og hefur sunnudagurinn sem að leikurinn fellur á verið kallaður Super Bowl Sunday eða „úrslitaleikssunnudagur“.
Super Bowl leikurinn var fyrst spilaður 15. janúar árið 1967 sem hluti af samkomulagi á milli NFL og þáverandi keppninautar NFL, American Football League (AFL) þess hljóðandi að hvert ár yrði spilaður AFL-NFL úrslitaleikur. Eftir að deildirnar runnu saman árið 1970 varð leikurinn úrslitaleikur NFL deildarinnar. Leikurinn er nú spilaður fyrsta sunnudag febrúar.
Super Bowl fær afar mikið áhorf í Bandaríkjunum og er yfirleitt það sjónvarpsefni sem fær mest áhorf á ári hverju. Þetta gerir það að verkum að mörg hundruð fyrirtæki reyna að auglýsa vöru sína á meðan á leiknum stendur og eyða fyrirtæki oft milljónum dollara í auglýsingar á meðan á leiknum stendur.
Auk þessa koma oft heimsfrægir tónlistarmenn og eru með atriði í hálfleik, syngja þjóðsönginn eða eru með atriði fyrir leikinn. Meðal þeirra sem hafa komið fram eru Ray Charles, The Rolling Stones, Janet Jackson og Backstreet Boys.
Í Super Bowl leiknum eru rómverskar tölur notaðar til að tákna hvern leik, frekar en árið sem að leikurinn var spilaður. Þetta er meðal annars tilkomið vegna þess að leiktímabilið í NFL spannar alltaf tvö ár.
Einungis fjögur lið hafa aldrei komist í Super Bowl: Cleveland Browns, Detroit Lions, Houston Texans og Jacksonville Jaguars. Kansas City Chiefs og New York Jets hafa ekki komist í Super Bowl eftir að hafa flutt úr AFL í NFL árið 1970.
Listi yfir sigurvegara
breytaNational Football League | American Football League |
Leikur | Dagsetning | Sigurliðið | Staða | Tapliðið | Völlur | Borg |
---|---|---|---|---|---|---|
I | 15. janúar 1967 | Green Bay Packers (1) | 35-10 | Kansas City Chiefs | Los Angeles Memorial Coliseum (1) | Los Angeles, Kalifornía (1) |
II | 14. janúar 1968 | Green Bay Packers (2) | 33-14 | Oakland Raiders | Miami Orange Bowl (1) | Miami, Florida (1) |
III | 12. janúar 1969 | New York Jets (1) | 16-7 | Baltimore Colts | Miami Orange Bowl (2) | Miami, Florida (2) |
IV | 11. janúar 1970 | Kansas City Chiefs (1) | 23-7 | Minnesota Vikings | Tulane Stadium (1) | New Orleans, Louisiana (1) |
NFL titlar
breytaAmeríkudeildin (AFC) | Þjóðardeildin (NFC) |
* Ath: Qualcomm Stadium var upphaflega þekktur sem San Diego Stadium og Jack Murphy Stadium. Dolphin Stadium var upphaflega Dolphin Stadium en fljótlega var nafninu breytt í Joe Robbie Stadium síðan stuttlega í Pro Player Park og næst Pro Player Stadium, að lokum var nafninu aftur breytt í Dolphin Stadium.
Super Bowl sigrar
breytaLið úr Þjóðardeildinni | Lið úr Ameríkudeildinni |
Super Bowl sigrar |
Lið | Ár sigurs |
---|---|---|
Pittsburgh Steelers | 1974, 1975, 1978, 1979, 2005, 2008 | |
San Francisco 49ers | 1981, 1984, 1988, 1989, 1994 | |
Dallas Cowboys | 1971, 1977, 1992, 1993, 1995 | |
L.A./Oakland Raiders | 1976, 1980, 1983 | |
Washington Redskins | 1982, 1987, 1991 | |
Green Bay Packers | 1966, 1967, 1996 | |
New England Patriots | 2001, 2003, 2004 | |
New York Giants | 1986, 1990, 2007 | |
Miami Dolphins | 1972, 1973 | |
Denver Broncos | 1997, 1998 | |
Baltimore/Indianapolis Colts | 1970, 2006 | |
New York Jets | 1968 | |
Kansas City Chiefs | 1969 | |
Chicago Bears | 1985 | |
St. Louis Rams | 1999 | |
Baltimore Ravens | 2000 | |
Tampa Bay Buccaneers | 2002 | |
New Orleans Saints | 2009 |
Þátttaka í Super Bowl
breytaLið úr Þjóðardeildinni | Lið úr Ameríkudeildinni |
Lið úr National Football League/Ameríkudeildnni |
Hversu oft lið hefur tekið þátt |
Lið | Sigrar | Töp | Sigur hlutfall |
---|---|---|---|---|
8 | Dallas Cowboys | 5 | 3 | .625 |
7 | Pittsburgh Steelers | 6 | 1 | .857 |
6 | Denver Broncos | 2 | 4 | .333 |
New England Patriots | 3 | 3 | .500 | |
5 | San Francisco 49ers | 5 | 0 | 1.000 |
L.A./Oakland Raiders | 3 | 2 | .600 | |
Washington Redskins | 3 | 2 | .600 | |
Miami Dolphins | 2 | 3 | .400 | |
4 | Green Bay Packers | 3 | 1 | .750 |
Buffalo Bills | 0 | 4 | .000 | |
Minnesota Vikings | 0 | 4 | .000 | |
New York Giants | 3 | 1 | .750 | |
3 | Baltimore/Indianapolis Colts | 2 | 2 | .500 |
Los Angeles/St. Louis Rams | 1 | 2 | .333 | |
2 | Chicago Bears | 1 | 1 | .500 |
Kansas City Chiefs | 1 | 1 | .500 | |
Cincinnati Bengals | 0 | 2 | .000 | |
Philadelphia Eagles | 0 | 2 | .000 | |
1 | Baltimore Ravens | 1 | 0 | 1.000 |
New York Jets | 1 | 0 | 1.000 | |
Tampa Bay Buccaneers | 1 | 0 | 1.000 | |
New Orleans Saints | 1 | 0 | 1.000 | |
Atlanta Falcons | 0 | 1 | .000 | |
Carolina Panthers | 0 | 1 | .000 | |
San Diego Chargers | 0 | 1 | .000 | |
Seattle Seahawks | 0 | 1 | .000 | |
Tennessee Titans | 0 | 1 | .000 | |
Arizona Cardinals | 0 | 1 | .000 | |
0 | Detroit Lions | 0 | 0 | --- |
Cleveland Browns | 0 | 0 | --- | |
Jacksonville Jaguars | 0 | 0 | --- | |
Houston Texans | 0 | 0 | --- |
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Super Bowl“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2007.