Ramsay MacDonald

Forsætisráðherra Bretlands (1866-1937)

James Ramsay MacDonald (12. október 18669. nóvember 1937) var breskur stjórnmálamaður. Hann var fyrsti leiðtogi Breska verkamannaflokksins og fyrsti forsætisráðherra Bretlands úr þeim flokki. Hann varð alls þrisvar forsætisráðherra; í fyrstu ríkisstjórn verkamannaflokksins frá janúar til nóvember 1924, í annarri ríkisstjórn verkamannaflokksins frá 1929 til 1931 og í þjóðstjórninni 1931 til 1935. Hann sagði af sér 1931 vegna andstöðu ráðherra við gjaldfellingu breska pundsins (sem átti að vera liður í að bregðast við heimskreppunni) og myndaði þjóðstjórn með Breska íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Í kosningum sama ár beið verkamannaflokkurinn afhroð. Hans var því lengi minnst innan flokksins sem svikara sem leiddi andstæðingana til valda. Síðustu ár hans í embætti sagði aldurinn til sín og ræður hans urðu ruglingslegar. Winston Churchill og fleiri íhaldsmenn sökuðu hann um linkind gagnvart uppgangi Hitlers í Þýskalandi. Að lokum sagði hann af sér og íhaldsmaðurinn Stanley Baldwin tók við forsætisráðherraembætti í þjóðstjórninni en MacDonald varð forseti ríkisráðsins.

Ramsay MacDonald
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
22. janúar 1924 – 4. nóvember 1924
ÞjóðhöfðingiGeorg 5.
ForveriStanley Baldwin
EftirmaðurStanley Baldwin
Í embætti
5. júní 1929 – 7. júní 1935
ÞjóðhöfðingiGeorg 5.
ForveriStanley Baldwin
EftirmaðurStanley Baldwin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. október 1866
Lossiemouth, Morayshire, Skotlandi[1]
Látinn9. nóvember 1937 (71 árs) á siglingu á Atlantshafi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkurinn
MakiMargaret Ethel MacDonald (g. 1896)
Börn6
HáskóliBirkbeck, University of London
Undirskrift

Tilvísanir

breyta
  1. Richard Beck (1. janúar 1932). „Ramsay MacDonald“. Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar. Sótt 8. janúar 2019.


Fyrirrennari:
Stanley Baldwin
Forsætisráðherra Bretlands
(22. janúar 19244. nóvember 1924)
Eftirmaður:
Stanley Baldwin
Fyrirrennari:
Stanley Baldwin
Forsætisráðherra Bretlands
(5. júní 19297. júní 1935)
Eftirmaður:
Stanley Baldwin


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.