Flugfélagið Ernir
Flugfélagið Ernir (stofnað 1970) er íslenskt flugfélag sem flýgur frá Reykjavíkurflugvelli. Á upphafsárum þess var það stafrækt í póst og sjúkraflugi á Vestfjörðum, en var síðar lagt niður árið 1995. Þegar félagið var endurvakið, árið 2003 var ákveðið að fljúga frá Reykjavík.[1]
Flugfélagið Ernir | |
Rekstrarform | einkahlutafélag |
---|---|
Stofnað | 1970 |
Staðsetning | Reykjavíkurflugvöllur, Reykjavík |
Lykilpersónur | Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gunnar Hákon Unnarsson, Hlaðmaður |
Starfsemi | Áætlunarflug, leiguflug, sjúkraflug |
Vefsíða | http://www.ernir.is |
Flugleiðir félagsins eru til Bíldudals, Gjögurs, Húsavíkur, Hornarfjarðar og Vestmannaeyja. Flug félagsins til Bíldudals og Gjögurs eru og verða á styrk Vegagerðarinnar til ársins 2012.[2] Flugfélagið fékk 100% stundvísi í athugun á Hornarfjarðarflugvelli, þar sem miðað er við hámark 15 mínútna töf, en annars telst vélin sein.[3]
Flugfloti
breyta- TF-ORN Cessna A185F
- TF-ORB Cessna 207
- TF-ORE Piper Navajo
- TF-ORA Jetstream 3200
- TF-ORC Jetstream 3200
- TF-ORD Jetstream 3100
- TF-ORG Jetstream 3200 EP (SOLD)
- TF-ORI Dornier 328
Tilvísanir
breyta- ↑ Ágrip af sögu atvinnuflugs á Íslandi Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine Flugsafn Íslands
- ↑ Flugfélagið Ernir og Vegagerðin semja um áætlunarflug
- ↑ „Flugfélagið Ernir með 100% stundvísi í komutímum til Hornafjarðar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 26. febrúar 2014.
- Loftfaraskrá flugmálastjórnar Geymt 17 janúar 2011 í Wayback Machine Skoðað þann 11. desember 2010