1258
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1258 (MCCLVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 22. janúar - Þorvarður Þórarinsson lét drepa Þorgils skarða á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit.
- Hákon gamli Noregskonungur gerði Gissur Þorvaldsson að jarli. Gissur kom til Íslands um sumarið og kom sér upp hirð.
- Ólafur Hjörleifsson var vígður ábóti í Helgafellsklaustri.
Fædd
Dáin
- 22. janúar - Þorgils skarði Böðvarsson (f. 1226).
- Teitur Einarsson lögsögumaður.
Erlendis
breyta- Miklar vetrarhörkur og hafís um veturinn, tengt við eitt af mestu eldgosum Hóleósentímabilsins sem átti sér stað í Mexíkó eða Ekvador.
- 10. febrúar - Orrustan um Bagdad: Mongólar Húlagú Kan leggja Bagdad í rúst.
- Hákon gamli Noregskonungur gifti Kristínu dóttur sína Filippusi bróður Alfons 10. Kastilíukonungs.
Fædd
Dáin