1589
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1589 (MDLXXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 20. júní - Þýskir kaupmenn fengu leyfi til að hefja verslunarrekstur á Djúpavogi.
- Oddur Einarsson varð biskup í Skálholti.
- Fyrsta íslenska sálmabókin (Hólabók) gefin út af Guðbrandi Þorlákssyni.
- Jón Einarsson varð skólameistari í Skálholti.
Fædd
Dáin
- Ögmundur Þorkelsson, 59 ára, dæmdur til dauða og honum drekkt á Alþingi, fyrir dráp á syni sínum, sem hann sagði „óviljaverk“ en Lögrétta taldi hafa verið viljandi.[1]
Erlendis
breyta- 1. ágúst - Dóminíkanamunkurinn Jacques Clément réðist að Hinrik 3. Frakkakonungi og stakk hann með hníf. Menn konungs drápu Clément en konungurinn dó daginn eftir.
- 2. ágúst - Hinrik af Navarra varð konungur Frakklands.
- Maxímilían 3. af Austurríki afsalaði sér tilkalli til pólsku krúnunnar.
- Þrettán galdrakonur brenndar á einu báli í Kaupmannahöfn.
- Valkendorfs Kollegium stofnað við Kaupmannahafnarháskóla. Það er elsti stúdentagarður á Norðurlöndum.
- Borgin Hiroshima í Japan var stofnuð.
Fædd
Dáin
- 5. janúar - Katrín af Medici, drottning Hinriks 2. Frakkakonungs og móðir konunganna Frans 2., Karls 9. og Hinriks 3. (f. 1519).
- 2. ágúst - Hinrik 3. Frakkakonungur (f. 1551).
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.