The Washington Post

The Washington Post er mest lesna dagblað í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Það er líka elsta dagblað borgarinnar og var stofnuð árið 1877. Blaðið leggur áherslu á stjórnmál, bæði innanlands og erlendis.

Útgáfa Washington Post frá 21. júlí 1969 með fyrirsögninni „Örninn er lentur — Tveir menn ganga á Tunglinu“.

Það er prentað á breiðum pappír með ljósmyndum í litum og líka svart á hvítu. Á virkum dögum inniheldur það höfuðhlutann, sem inniheldur forsíðuna, þjóðlega- og alþjóðlegafréttir, stjórnmálafréttir, ritstjórnargreinar og skoðunar, og á eftir því koma hlutar um bæjarfréttir, íþróttir, viðskipti, tísku og smáauglýsingar. Útgáfan sem kemur út á sunnudögum inniheldur fyrrgreinda alla hluta og líka Outlook (skoðunar og ritstjórnargreinar), Style & Arts (tísku og list), Travel (ferð), Comics (teiknimyndasyrpur), TV Week (sjónvarpsdagskrá) og Washington Post Magazine. Dagblaðið er í eigu móðurfélagsins The Washington Post Company sem stjórnar líka vefsíðunum Washingtonpost.Newsweek Interactive og Washingtonpost.com.

Árið 1889 setti John Phillip Sousa saman The Washington Post March fyrir blaðið sem varð einar vinsælastu samsetningar göngutónlistar í heimi. Ein merkilegustu atvik dagblaðsins var þegar blaðamenn Bob Woodward og Carl Bernstein byrjuðu rannsókn um Watergate-hneykslið. Þessi rannsókn stuðlaði stórlega að uppsögn Richards Nixon.

Síðan Leonard Downie, Jr. varð ritstjóri dagblaðsins árið 1991 hefur unnið The Washington Post yfir 25 Pulitzer-verðlaun, helmingi fleiri en 47 verðlaunanna sem blaðið hefur unnið. Blaðinu var gefið sex verðlaun árið 2008, flest verðlaun sem eitt blað hefur alltaf unnið á sama ári.

Frá árinu 2013 hefur eigandi The Washington Post verið Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com.[1]

TilvísanirBreyta

  1. Sveinn Birkir Björnsson (11. ágúst 2013). „Salan á Washington Post vekur áhuga í tæknigeiranum“. Morgunblaðið. Sótt 28. janúar 2020.
   Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.