Sameinað Rússland

Rússneskur stjórnmálaflokkur

Sameinað Rússland (kyrillískt letur: Единая Россия; Jedínaja Rossíja) er rússneskur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn er sá stærsti í Rússlandi og telur til sín um þrjá fjórðu þingsætanna á rússnesku ríkisdúmunni. Sameinað Rússland hefur haft þingmeirihluta frá árinu 2007.

Sameinað Rússland
Единая Россия
Leiðtogi Vladímír Pútín (óformlega)
Formaður Dmítríj Medvedev
Aðalritari Andrej Túrtsjak
Þingflokksformaður Sergej Neverov
Stofnár 1. desember 2001; fyrir 22 árum (2001-12-01)
Stofnendur Sergej Shojgú, Júríj Lúzhkov, Míntímer Shajmíjev
Höfuðstöðvar 39. byggingin, Kútúsovskíj-götu, Moskvu, Rússlandi, 121170[1]
Félagatal 2.073.772 (2013)[2]
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Ríkishyggja, íhaldsstefna, rússnesk þjóðernishyggja
Einkennislitur Hvítur, blár og rauður  
Sæti á sambandsráðinu
Sæti á ríkisdúmunni
Vefsíða er.ru/

Sameinað Rússland var stofnað í desember 2001 með samruna flokkanna Einingar og Föðurlandsins/Alls Rússlands.[3] Flokkurinn styður stefnumál Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, sem er eiginlegur en óformlegur leiðtogi flokksins.[4]

Bestu kosningaúrslit Sameinaðs Rússlands voru í þingkosningum árið 2007, en þá fékk flokkurinn 64,4% atkvæðanna. Fylgi flokkurins dalaði niður í 49,32% árið 2011 en hann var áfram stærsti þingflokkurinn, á undan Kommúnistaflokki Rússlands, sem hlaut 19,19% atkvæða. Í kosningunum 2016 hlaut flokkurinn 54,2% atkvæða en Kommúnistaflokkurinn 13,3%.

Sameinað Rússland fylgir engri einsleitri hugmyndafræði en flokkurinn styður fjölbreyttan hóp stjórnmálamanna og embættismanna[5] sem styðja ríkisstjórn Pútíns.[6] Flokkurinn höfðar síður til hugmyndafræðilegra kjósenda[7] og því er gjarnan litið á Sameinað Rússland sem „breiðfylkingu“[8][9][10] eða „valdaflokk“.[11][12] Árið 2009 lýsti flokkurinn yfir að hugmyndafræði sín væri „rússnesk íhaldsstefna“.[13][14]

Sameinað Rússland hlaut um helming atkvæða í þingkosningum ársins 2021 samkvæmt opinberum talningum en talið er að kosningasvindl hafi verið útbreitt og hart var sótt að fjölmiðlum og stjórnarandstæðingum í aðdraganda þeirra.[15]

Ásakanir um spillingu

breyta

Stjórnarandstaðan hefur ítrekað sakað Sameinað Rússland um að standa fyrir kerfislægri spillingu og hefur gjarnan kallað það „flokk bófa og ræningja“ (rússneska: партия жуликов и воров; uppnefnið er upprunnið hjá aðgerðasinnanum Aleksej Navalnyj).[16] Í október 2011 birti Novaja Gazeta grein sem fjallaði um fólk sem hafði skrifað slagorðið „flokkur bófa og ræningja“ á peningaseðla í mótmælaskyni.[17]

Þann 24. nóvember 2011 sagði ríkisþingmaðurinn Aleksandr Khínshtejn, sem er meðlimur í Sameinuðu Rússlandi, í sjónvarpsumræðum á stöðinni Russia-1:

 
Sameinað Rússland virkar. Það gerir allt til að bæta lífsskilyrði í landinu okkar. Þeir tala við okkur um „flokk bófa og ræninga.“ Ég skal svara þeim. Það er betra að vera í „flokki bófa og ræningja“ en í „flokki morðingja, nauðgara og ruplara.“[18]
 

Tilvísanir

breyta
 1. „Единая Россия официальный сайт Партии / Пресс-служба / Контакты“. er.ru. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2020. Sótt 20. maí 2021.
 2. ИНФОРМАЦИЯ о численности членов Всероссийской политической партии "ЕДИНАЯ РОССИЯ" в каждом из ее региональных отделений (по состоянию на 1 января 2011 года) (rússneska). minjust.ru. 1. febrúar 2011. Afrit af upprunalegu (DOC) geymt þann 25. október 2012. Sótt 20. maí 2021.
 3. Vjatsjeslav Níkonov (13. desember 2003). „Kremlverjar hafa bæði tögl og hagldir“. Morgunblaðið. bls. 50-51.
 4. „Песков: Путин – лидер "Единой России". Телеканал «Красная Линия».
 5. Roberts, S. P. (2012). Putin's United Russia Party. Routledge Series on Russian and East European Studies. Routledge. bls. 189. ISBN 9781136588334.
 6. Way, Lucan (2010), „Resistance to Contagion: Sources of Authoritarian Stability in the Former Soviet Union“, Democracy and Authoritarianism in the Postcommunist World, Cambridge University Press, bls. 246–247
 7. Hutcheson, Derek S. (2010). Political marketing techniques in Russia. bls. 225.
 8. Sakwa, Richard (2011). The Crisis of Russian Democracy: The Dual State, Factionalism and the Medvedev Succession. Cambridge University Press. bls. 217–218.
 9. Bodrunova, Svetlana S.; Litvinenko, Anna A. (2013). New media and political protest: The formation of a public counter-sphere in Russia, 2008–12. bls. 29–65, at p. 35.
 10. Rose, Richard (2009). Understanding Post-Communist Transformation: A bottom up approach. Routledge. bls. 131.
 11. Remington, Thomas (2013). Patronage and the Party of Power: President—Parliament Relations under Vladimir Putin. bls. 106. ISBN 9781317989943. Sótt 22. ágúst 2016.
 12. Moraski, Bryon J. (2013). The Duma's electoral system: Lessons in endogeneity. bls. 109. ISBN 9781136641022. Sótt 22. ágúst 2016.
 13. Mezhuev, Boris V. (2013). Democracy in Russia: Problems of Legitimacy. bls. 115.
 14. White, Stephen (2011). Understanding Russian Politics. Cambridge University Press. bls. 362.
 15. Dagný Hulda Erlendsdóttir (21. september 2021). „Ásakanir um eitt mesta kosningasvindl síðari tíma“. RÚV. Sótt 21. september 2021.
 16. „Большинство тех, кто голосовал против ПЖиВ, не читали Навального, не ужасались происшествию на Ленинском проспекте. У каждого из них случился какой-то свой персональный Ленинский проспект“ (rússneska). Novaja Gazeta. 7. desember 2011. Sótt 3. apríl 2022.
 17. „«Жулики и воры» пошли по рукам“ (rússneska). Novaja Gazeta. 12. október 2011. Sótt 3. apríl 2022.
 18. «Партия жуликов и воров» схлестнулась в прямом эфире с «Партией убийц и насильников». Жириновский двум уральским единороссам из ФСБ: «Нам с вами срать на одном поле противно» // УРА.ru: 25.11.2011
   Þessi Rússlandsgrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.