Ötzi
Ötzi, stundum þekktur sem ísmaðurinn Ötzi, er frosin múmía sem fannst í Ítölsku Ölpunum árið 1991 af tveimur Þjóðverjum. Frosni maðurinn sem fannst er talinn hafa lifað einhvern tímann á bilinu 3.100-3.300 fyrir Krist. Hann var með allskonar hluti á sér, t.d. skó og föt búin til úr leðri, hníf, exi sem búin var til úr kopar, boga og margt fleira.
Ötzi er talinn hafa verið 1,65 metri á hæð, um 50 kg og um 45 ára þegar hann lést.