Theodor Mommsen
Christian Matthias Theodor Mommsen (30. nóvember 1817 – 1. nóvember 1903) var þýskur fornfræðingur, sagnfræðingur og lögfræðingur. Mommsen er almennt talinn einn merkasti fornfræðingur 19. aldar. Framlag hans til rannsókna á Rómarsögu hefur varanlegt gildi og er enn mikilvægt. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1902.
Mommsen vann einnig að stjórnmálum í Þýskalandi. Rannsóknir hans á rómverskum lögum voru þýðingarmiklar fyrir þróun þýskra laga.