Opna aðalvalmynd

Tryggvi Magnússon (íþróttamaður)

verslunarmaður, alhliða íþróttamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram
„Tryggvi Magnússon (íþróttamaður)“ getur einnig átt við skopmyndateiknarann Tryggva Magnússon.

Tryggvi Magnússon (19. júní 18961. nóvember 1943) var verslunarmaður, alhliða íþróttamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störfBreyta

Tryggvi fæddist í neskaupstað , sonur Guðrúnar Jónsdóttur og Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara. Hann flutti ungur til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Tryggvi kvæntist Elínu Einarsdóttur og áttu þau tvær dætur. Pétur J. H. Magnússon, sem einnig varð formaður Fram, var bróðir Tryggva.

Knattspyrnufélagið Fram var stofnað á vormánuðum 1908. Tryggvi var þá á tólfta ári og einna yngstur stofnfélaga. Þrettán ára gamall var hann ráðinn sem sendill við verslunina Edinborg, þar sem hann starfaði alla tíð upp frá því. Síðast sem verslunarstjóri.

Hann varð fastur kappliðsmaður frá 1913 uns hann hætti knattspyrnuiðkun um 1930 og fyrirliði frá 1922. Hann var valinn í fjölmörg úrvalslið og var í íslenska úrvalsliðinu sem mætti danska félaginu Akademisk boldklub, árið 1919, sem líta má á sem fyrsta íslenska landsliðið. Þá gegndi hann formennsku í Fram samfellt í átta ár, frá 1920-28.

Tryggvi var einhver fjölhæfasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Auk þess að verða margfaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu átti hann met í frjálsum íþróttum og varð Íslandsmeistari í fimleikum þrátt fyrir að vera kominn á fertugsaldur þegar fyrst var keppt um þann titil. Hann þótti afbragðsskíðamaður og sat í fyrstu stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. Þá vann hann til verðlauna í bæði skautahlaupi og dýfingum.


Fyrirrennari:
Friðþjófur Thorsteinsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19201928)
Eftirmaður:
Stefán A. Pálsson