1197
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1197 (MCXCVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 7. maí - Guðmundur dýri Þorvaldsson brenndi Önund Þorkelsson og fimm menn aðra inni í Lönguhlíðarbrennu.
- Brúðkaup Sighvatar Sturlusonar af Sturlungaætt og Halldóru Tumadóttur af ætt Ásbirninga og Haukdæla.
- Guðmundur Bjálfason lét af ábótaembætti í Þykkvabæjarklaustri (eða dó). Jón Loftsson ábóti tók við en var ekki vígður fyrr en árið eftir.
Fædd
Dáin
- 7. maí - Önundur Þorkelsson í Lönguhlíð brenndur inni.
- 1. nóvember - Jón Loftsson goðorðsmaður í Odda á Rangárvöllum og fóstri Snorra Sturlusonar lést, 73 ára gamall. Hann var einn voldugasti höfðingi á Íslandi um sína daga.
Erlendis
breyta- Amalrekur 2. tók við sem konungur Jerúsalem eftir lát Hinriks af Champagne.
- Danir réðust inn í Eistland.
Fædd
- Raymond 7. af Toulouse (d. 1249).
Dáin
- 1. júní - Geirþrúður Danadrottning, kona Knúts 6.
- Ágúst/september - Margrét af Frakklandi, Ungverjalandsdrottning (f. 1157).
- Hinrik 2., greifi af Champagne og konungur Jerúsalem (f. 1166).
- Hinrik 6., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1165).