F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich
Frederick John Robinson, fyrsti jarlinn af Ripon, (1. nóvember 1782 – 28. janúar 1859), kallaður hinn háttvirti F. J. Robinson til ársins 1827 og Vísigreifinn af Goderich[1] frá 1827 til 1833, var breskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Bretlands frá ágúst 1827 til janúar 1828.
Vísigreifinn af Goderich | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 31. ágúst 1827 – 21. janúar 1828 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 4. |
Forveri | George Canning |
Eftirmaður | Hertoginn af Wellington |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. nóvember 1782 Skelton-on-Ure, Yorkshire, Englandi |
Látinn | 28. janúar 1859 (76 ára) Putney Heath, Surrey, Englandi |
Stjórnmálaflokkur | Torýar (1806–1834) Íhaldsflokkurinn (1834–1846) |
Maki | Sarah Hobart (g. 1814) |
Háskóli | St. John's College (Cambridge) |
Robinson var kominn af landeignaraðli úr landsbyggðinni og hóf stjórnmálaferil sinn með hjálp fjölskyldutengsla. Eftir að ná kjöri á neðri deild breska þingsins vann hann sig upp metorðastigann með hverju aðstoðarráðherraembættinu á fætur öðru og varð árið 1818 forseti viðskiptaráðsins. Árið 1823 varð hann fjármálaráðherra og gegndi því embætti í fjögur ár. Hann hlaut aðalsnafnbót árið 1827 og gerðist leiðtogi lávarðadeildar breska þingsins og stríðs- og nýlendumálaráðherra.
Þegar George Canning forsætisráðherra lést í embætti árið 1827 gerðist Goderich forsætisráðherra í hans stað en tókst ekki að halda saman veikbyggðu stjórnarsamstarfi Tory-manna og Vigga sem Canning hafði stofnað. Goderich sagði af sér eftir 144 daga í embætti, en þetta var stysta embættistíð breskra forsætisráðherra utan þeirra sem dóu í embætti.
Goderich var síðar meðlimur í ríkisstjórnum tveggja eftirmanna sinna, Jarlsins af Grey og Sir Roberts Peel.
Tilvísanir
breyta- ↑ * Jones, Daniel (1972). Everyman's English Pronouncing Dictionary (13. útgáfa). London: Dent. bls. 207. ISBN 978-0460030151.
Fyrirrennari: George Canning |
|
Eftirmaður: Hertoginn af Wellington |