Chad Lindberg (fæddur Chad Tyler Lindberg, 1. nóvember 1976) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The Fast and the Furious, CSI: NY og Supernatural.

Chad Lindberg
Chad Lindberg
Chad Lindberg
Upplýsingar
FæddurChad Tyler Lindberg
1. nóvember 1976 (1976-11-01) (48 ára)
Ár virkur1995 -
Helstu hlutverk
Chad Willingham í CSI: NY
Ash í Supernatural
Jesse í The Fast and the Furious

Einkalíf

breyta

Lindberg er fæddur og uppalinn í Mount Vernon í Washington.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Lindberg var árið 1997 í ER. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The X-Files, Vampírubaninn Buffy, CSI: Crime Scene Investigation, Sons of Anarchy, Criminal Minds og NCIS.

Lindberg var með stór gestahlutverk í CSI: NY sem Chad Willingham árið 2005 og sem Ash í Supernatural frá 2006-2010.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Lindberg var árið 1995 í Born to Be Wild. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við City of Angels, October Sky, The Rookie, The Last Samurai, Black Velvet og Alex Cross.

Lindberg fékk góða dóma á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrir hlutverk sitt sem Rory í kvikmyndinni Black Circle Boys frá árinu 1997.

Árið 2001 lék hann í bílamyndinni The Fast and the Furious sem Jesse, þar sem hann lék á móti Vin Diesel, Paul Walker og Michelle Rodriguez.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1995 Born to Be Wild Yfirmaður hamborgarastaðar
1997 Black Circle Boys Rory
1998 Mercury Rising James
1998 City of Angels Sonur Balfords
1998 The Velocity of Gary**(Not His Real Name) Joey
1999 October Sky O´Dell
1999 The White River Kid Reggie Weed
2000 Brightness Nick
2001 Undone Paul
2001 Fast and the Furious Jesse
2002 The Flats Harper
2002 The Rookie Joe David West
2002 A Midsummer Night´s Rave Nick
2003 The Failures William
2003 The Last Samurai Aðstoðarmaður Winchester Rep
2005 Adam and Eve Freddie
2006 Punk Love Spike
2006 Push Joe
2008 The Other Side of the Tracks Rusty
2009 Crimes of the Past Kidd Bangs
2010 Once Fallen Beat
2010 I Spit on Your Grave Matthew
2011 In the Gray Gage
2011 Black Velvet Eiturlyfjasali Kvikmyndatökum lokið
2012 Should´ve Been Romeo Gordon Í eftirvinnslu
2012 MoniKa Rannsóknarfulltrúinn Kean Í eftirvinnslu
2012 I, Alex Cross Vincent Dardis Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1997 ER Jad Houston 2 þættir
1997 Buffy the Vampire Slayer Dave Þáttur: I, Robot...You, Jane
1997 413 Hope St. Jonas Þáttur: Hate Crimes
1998 The X-Files Bobby Rich Þáttur: Schizogeny
1999 Ryan Caulfield: Year One Phil ´H´ Harkins 2 þættir
2003 CSI: Crime Scene Investigation Brody Jones Þáttur: Recipe for Murder
2003 Law & Order: Special Victims Unit Eddie Cappilla Þáttur: Fallacy
2004 NYPD Blue Eric Keller Þáttur: The Brothers Grim
2004 Cold Case Johnny Harkin Þáttur: The House
2005 The Inside Louis Salt Þáttur: Point of Origin
2005 CSI: NY Chad Willingham 5 þættir
2007 Life Lonnie Garth Þáttur: Merit Badge
2009 Terminator: The Sarah Connor Chronicles Lögreglumaðurinn Simmons Þáttur: The Good Wound
2009 Sons of Anarchy Eiturlyfjasali Þáttur: Fix
2006-2010 Supernatural Ash 5 þættir
2011 The Cape Hicks Þáttur: Goggles and Hicks
2011 Criminal Minds Tony Þáttur: With Friends Like These
2011 NCIS Joey Peanuts Þáttur: Baltimore

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta