Haraldur Níelsson
Séra Haraldur Níelsson (30. nóvember 1868 – 1928) var prófessor við Háskóla Íslands og um tíma dómkirkjuprestur. Haraldur er þó einna helst þekktur fyrir biblíuþýðingar sínar.
Ævi og störf
breytaHaraldur fæddist á Grímsstöðum á Mýrum. Faðir hans var Níels Eyjólfsson og móðir hans var Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, dóttir Sveins prófasts á Staðastað, hálfsystir Hallgríms biskups og frú Elísabetar konu Björns ráðherra. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum og embættisprófi í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Eftir að hann kom heim vann hann að biblíuþýðingunni sleitulaust að kalla í 11 ár. Þá var hann kennari við Prestaskólann og vígður prestur Holdsveikraspítalans í Laugarnesi.
Haraldur varð síðar prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, en sagði starfinu lausu vegna veikinda í hálsi og tók aftur við kennslu í Prestaskólanum. Hann var síðan prófessor við Háskóla Íslands til æviloka og var rektor skólans frá 1916-1917 og 1927-1928. Síðustu 14 æviárin hélt hann uppi frjálsum guðsþjónustum í Fríkirkjunni í Reykjavík annan hvorn helgan dag, við mikinn orðstír. Haraldur var varaforseti Sálarrannsóknafélags Íslands frá stofnun þess til æviloka.
Fyrri kona Haralds var Bergljót Sigurðardóttir prófasts Gunnarssonar. Hún lést eftir 15 ára hjónaband. Síðari kona hans var Aðalbjörg Sigurðardóttir kennari og forystukona í ýmsum kvennasamtökum, s.s. Kvenréttindafélagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands.
Eitt og annað
breytaTengt efni
breytaTilvísanir
breytaHeimildir og ítarefni
breyta- Jónas H. Haralz. „Haraldur Níelsson“. Faðir minn - presturinn. Skuggsjá, Hafnarfirði, 1977: bls. 95-115. .
Tenglar
breyta- Haraldur Níelsson prófessor; grein í Morgunblaðinu 1968
- Haraldur Níelsson, háskólarektor; andlátsgrein í Morgunblaðinu 1928
- Prófessor Haraldur Níelsson Minningarorð; Sigurður P. Sívertsen, Prestafélagsritið janúar 1928, bls. 43–56.