Opna aðalvalmynd
Fernando Pessoa

Fernando António Nogueira Pessoa (13. júní 188830. nóvember 1935) var portúgalskt ljóðskáld og er af mörgum talinn eitt helsta ljóðskáld 20. aldar.

Pessoa fæddist í Lissabon. Faðir hans lést úr berklum þegar Pessoa var enn þá barn að aldri. Eftir að faðir hans lést giftist móðir hans João Miguel Rosa, ræðismanni Portúgals í Durban, Suður-Afríku, og þangað fluttist fjölskyldan. Pessoa lærði ensku í Durban og Höfðaborg og skrifaði sín fyrstu verk á ensku undir miklum áhrifum frá William Shakespeare og John Milton. Hann flutti aftur til Lissabon þegar hann var 17 ára til að nema við háskólann í borginni. Stúdentaverkfall gerði hins vegar þær fyrirætlanir að engu og hann hóf að vinna fyrir kaupsýslumann sem ritari og skjalaþýðandi.

ÆviágripBreyta

 • 1888: Fæddur Fernando Antônio Nogueira Pessoa, þann 13. júní í Largo de São Carlos, Lissabon.
 • 1893: Faðir hans lest úr berklum og fjölskyldan þurfti að bjóða upp hluta af eignum sínum.
 • 1894: Fyrsta dulnefni Fernando Pessoa var Chevalier de Pas.
 • 1895: Fyrsta ljóðið sem hann skrifaði hlaut titilinn Til elsku móður minnar (À Minha Querida Mamã). Móðir hans giftist João Miguel Rosa, portúgalska ræðismanninum í Durban.
 • 1899: Skráist í gagnfræðaskóla Durban þar sem hann dvelst við nám í þrjú ár og nær einni hæstu einkunn skólans. Býr til dulnefnið Alexander Search.
 • 1901: Skrifar fyrstu ljóðin sín á ensku. Flyst með fjölskyldu sinni til Portúgal.
 • 1902: Fjölskyldan kemur til Lissabon í júní. Í september snýr Pesso einn aftur til Suður-Afríku. Gerir tilraun til að skrifa skáldsögur á ensku.
 • 1903:Tekur próf í háskólanum í Góðravonarhöfða. Hlýtur ekki góðar einkunnir er nær hæstu einkunn af 899 nemendum fyrir ritgerð á ensku.
 • 1904: Lýkur námi sínu í Suður-Afríku.
 • 1905: Snýr aftur til Lissabon, þar sem hann býr hjá frænku sinni. Heldur áfram að skrifa ljóð á ensku.
 • 1907: Fjölskyldan snýr enn og aftur til Durban. Pessoa flyst til ömmu sinnar sem deyr í ágúst og lætur honum eftir nokkurn arf.
 • 1908: Byrjar að starfa sem ritari fyrir auglýsingastofu.
 • 1910: Skrifar ljóð og prósa á portúgölsku, ensku og frönsku.
 • 1912: Tekur til starfa sem gagnrýnandi og hlýtur sem slíkur misjöfn viðbrögð hjá elítu portúgals.
 • 1913: Skrifar líkt og hann eigi lífið að leysa, þ.á m. Sjómanninn (O Marinheiro).
 • 1914: Býr til dulnefnin Álvaro de Campos, Ricardo Reis og Alberto Caeiro. Skrifar ljóðin í bókinni Fjárhirðirinn (O Guardador de Rebanhos) og sömuleiðis Bók óróleikans (O Livro do Desassossego).
 • 1918: Gefur út ljóð á ensku, sem m.a. fá ágæta umfjöllun í blaðinu Times.
 • 1920: Kynnist Ophélia Queiroz. Móðir hans snýr aftur til Portúgal ásamt bræðrum hans. Leggst í mikið þunglyndi í október og íhugar að láta leggja sig inn á heilsuhæli. Slítur sambandi við Ophélia.
 • 1921: Gefur út ensk ljóð sín í Olisipo.
 • 1925: Missir móður sína þann 17. mars.
 • 1929: Tekur aftur saman við Ophélia.
 • 1931: Slítur aftur sambandi sínu við Ophélia.
 • 1934: Gefur út bókina Skilaboð.
 • 1935: Deyr þann 30. nóvember. Síðasta setningin sem hann skrifar, og það á ensku, er: ‘Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér’.

TenglarBreyta