Friðrik G. Olgeirsson

Friðrik G. Olgeirsson (fæddur 30. nóvember 1950) er sagnfræðingur og rithöfundur fæddur í Ólafsfirði en búsettur í Mosfellsbæ.

Ferill breyta

Friðrik lauk prófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1971, BA prófi í ensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1977, uppeldis- og kennslufræði árið 1981 og cand. mag prófi í sagnfræði árið 1989. Hann var kennari við Langholtsskóla í Reykjavík 1975-1997 og Menntaskólann við Sund 1988-1996. Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og rithöfundur frá árinu 1997.[1]


Bækur breyta

  • Hundrað ár í Horninu. Saga Ólafsfjarðar. (Ólafsfjörður: Ólafsfjarðarkaupstaður 1984, 1988 og 1991. Þrjú bindi).
  • Sparisjóður í 80 ár. Saga Sparisjóðs Ólafsfjarðar 1914-1994). (Ólafsfjörður: Sparisjóður Ólafsfjarðar 1994).
  • Byggingameistari í stein og stál. Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982. Reykjavík: Ofnasmiðjan, Fjölvi 1996.
  • Langnesingasaga 1. Saga byggðar á Langanesi frá landnámi til 1918. (Reykjavík: Þórshafnarhreppur 1998).
  • Langnesingasaga 2. Saga byggðar á Langanesi 1918-2000. (Reykjavík: Þórshafnarhreppur 2000)
  • Lánasjóður íslenskra námsmanna. Námslán og námsstyrkir á 20. öld. (Reykjavík: Lánasjóður íslenskra námsmanna 2001).
  • Alifuglinn. Saga alifuglaræktar á Íslandi frá landnámi til okkar daga. (Reykjavík: FE Félag eggjaframleiðenda 2003).
  • Byggðin á Kleifum. Saga byggðar á Kleifum í Ólafsfirði frá landnámi til loka 20. aldar. (Ólafsfjörður: Átthagafélag Kleifamanna 2003).
  • Á leið til upplýsingar. Saga Bókavarðafélags Íslands og Félags bókasafnsfræðinga. (Reykjavík: Upplýsing 2004).
  • Saga svínaræktar á Íslandi frá landnámi til okkar daga. Reykjavík: Svínaræktarfélag Íslands 2005).
  • Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. (Reykjavík: JPV 2007).
  • Sáðmenn sandanna. Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007. (Hella: Landgræðsla ríkisins 2007).
  • Saga Hvammstanga II, 1938-1998. (Hvammstangi: Húnaþing vestra 2008).
  • BHM, Saga Bandalags háskólamanna 1958-2008. (Reykjavík: Bandalag háskólamanna 2008).
  • Ræktun fólks og foldar. Ævisaga Valgerðar Halldórsdóttur og Runólfs Sveinssonar skólastjóra og sandgræðslustjóra. (Rvík: Skrudda 2009).
  • Saga Félags járniðnaðarmanna 1920-2010. (Reykjavík: Hólar 2010).
  • Eitt samfélag fyrir alla. Saga Öryrkjabandalags Íslands 1961-2011. (Reykjavík: Öryrkjabandalag Íslands 2011).
  • Í þágu þjóðar. Saga skatta og skattbreytinga á Íslandi 1877-2012. (Reykjavík: Ríkisskattstjóri 2013. Tvö bindi).
  • OBHM. Saga Orlofssjóðs Bandalags háskólamanna 1974-2016. (Reykjavík: Orlofssjóður BHM 2017).
  • Mannslíf í húfi II.(Reykjavík: Landsbjörg, Bókaútgáfan Hólar 2017).
  • Saga Kaupfélags Kjalarnesþings 1950-2017. (Mosfellsbær: Samfélagssjóður KKÞ, 2019).
  • Hákarla-Jörundur. Ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey. (Reykjavík: Skrudda 2021).

Önnur ritstörf breyta

  • "Þorpsmyndun í Ólafsfirði 1883-1905." Súlur: norðlenskt tímarit, VIII árg. síðara hefti.
  • "Breytingar á atvinnulífi og búsetu við Eyjafjörð 1850-1910." Saga: tímarit Sögufélagsins, 1997.
  • "Byggðasöguritun á 20. öld." Íslenska söguþingið 28. - 31. maí 1997. Ráðstefnurit II.
  • "Ritun byggðasögu á 20. öld." Saga: tímarit Sögufélagsins, 2000.

Viðurkenningar breyta

  • Styrkur úr Vísindasjóði Íslands 1993.[2]
  • Bókasafnssjóður höfunda, viðurkenning árið 2001. [3]
  • Gjöf Jóns Sigurðssonar 2005. Viðurkenningar fyrir þrjár bækur Alifuglinn, Byggðin á Kleifum og Á leið til upplýsingar.[4]
  • Viðurkenning úr Launasjóði fræðirithöfunda 2006.
  • Styrkveiting úr Menningarsjóði 2007.
  • Viðurkenning Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræðinga fyrir bestu fræðibók ársins 2007: Sáðmenn sandanna.[5]
  • Gjöf Jóns Sigurðssonar 2008. Viðurkenningar fyrir tvær bækur Snert hörpu mína og Sáðmenn sandanna.[6]

Tilvísanir breyta

  1. Íslenskir sagnfræðingar, fyrra bindi, Reykjavík: 2006, Mál og mynd.
  2. Íslenskir sagnfræðingar, fyrra bindi, Reykjavík: 2006, Mál og mynd.
  3. Fréttablaðið(21.05.2001, bls. 18)
  4. Morgunblaðið (12.01.2005 bls. 36)
  5. Fréttablaðið (09.05.2008, bls. 32)
  6. Fréttablaðið (19.12.2008, bls. 74)