Sandra Mason
Dame Sandra Prunella Mason (f. 17. janúar 1949) er barbadosk stjórnmálakona og lögfræðingur sem er fyrsti og núverandi forseti Barbados. Hún var áður áttundi og síðasti landstjóri Barbados á meðan landið heyrði undir bresku krúnuna. Mason tók við sem forseti landsins þann 30. nóvember 2021 þegar landið lagði niður konungdæmið og varð lýðveldi.[1][2][3][4][5]
Sandra Mason | |
---|---|
Forseti Barbados | |
Núverandi | |
Tók við embætti 30. nóvember 2021 | |
Forsætisráðherra | Mia Mottley |
Forveri | Elísabet 2. (sem drottning) |
Landstjóri Barbados | |
Í embætti 8. janúar 2018 – 30. nóvember 2021 | |
Þjóðhöfðingi | Elísabet 2. |
Forsætisráðherra | Freundel Stuart Mia Mottley |
Forveri | Sir Elliott Belgrave |
Eftirmaður | Hún sjálf (sem forseti) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 17. janúar 1949 Saint Philip, Barbados |
Þjóðerni | Barbadosk |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundin |
Börn | 1 |
Háskóli | Vestur-Indíaháskóli í Cave Hill (LLB) Hugh Wooding-lagaskóli (LEC) |
Mason er fyrrum lögmaður sem hefur setið við hæstarétt Sankti Lúsíu og við áfrýjunardómstól á Barbados. Hún var fyrsta konan sem hlaut lögmannsréttindi í landinu. Hún var formaður nefndar CARICOM sem hafði það hlutverk að meta efnahagslega samþættingu meðal aðildarríkja samtakanna. Mason var fyrsti sýslumaðurinn sem var skipaður sendiherra í Barbados og var fyrst kvenna til að sitja við áfrýjunardómstól landsins. Hún var jafnframt fyrsti Barbadosinn sem var útnefnd í gerðardóm ritararáðs breska samveldisins. Árið 2017 var Mason útnefnd áttundi landstjóri Barbados og tók við embætti þann 8. janúar 2018. Samhliða útnefningunni hlaut Mason riddaranafnbót með stórriddarakrossi í Orðu heilags Mikaels og heilags Georgs. Sem landstjóri Barbados varð Mason jafnframt stórmeistari Þjóðhetjuorðu Barbados, Heiðursorðu Barbados og Frelsisorðu Barbados.[6][7]
Uppvöxtur og menntun
breytaSandra Prunella Mason fæddist þann 17. janúar 1949[8] í Saint Philip, Barbados.[9] Hún gekk í grunnskóla Heilagrar Katrínar þar til hún varð níu ára og gekk síðan í Drottningarháskólann á Barbados.[10] Hún hóf störf sem kennari við Gagnfræðaskóla Margrétar prinsessu árið 1968.[11] Næsta ár hlaut hún vinnu hjá Barclays-bankanum sem afgreiðslukona. Hún innritaðist í Vestur-Indíaháskólann í Cave Hill og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu í lögfræði.[8] Mason var meðal fyrstu stúdentanna frá lagadeild háskólans og lauk námi þar árið 1973.
Árið 1975 hlaut Mason laganámsvottorð frá Hugh Wooding-lagaskólanum í Trínidad og Tóbagó og varð fyrsti barbadoski kvenlögfræðingurinn sem útskrifaðist frá skólanum.[10] Hún hlaut lögmannsréttindi þann 10. nóvember sama ár[12] og varð fyrsti kvenmeðlimur Lögfræðingafélags Barbados.[8] Mason er félagi í Alþjóðasamtökum Soroptimista og verndari landsdeildar samtakanna á Barbados.[13]
Lögfræðistörf
breytaFrá árinu 1975 vann Mason hjá sjóðsstjórn Barclays-banka og gegndi ýmsum störfum hjá fyrirtækinu til ársins 1977.
Árið 1978 byrjaði Mason að vinna sem sýslumaður við ungmenna- og fjölskyldudómstól og varð um leið leiðbeinandi í fjölskyldurétti við Vestur-Indíaháskólann. Hún hætti kennslustörfum árið 1983 og einbeitti sér að sýslumannsembættinu. Árið 1988 lauk Mason námskeiði í dómstólasýslu við Konunglegu stjórnsýslustofnunina í London.[8] Hún sat í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna frá stofnun hennar árið 1991 til ársins 1999 og var á þeim tíma varaformaður hennar frá 1993 til 1995 og formaður frá 1997 til 1999.[14]
Frá 1991 til 1992 var Mason formaður[8] og önnur tveggja kvenna sem voru útnefndar í þrettán manna nefnd sem hafði það hlutverk að meta efnahagslega samþættingu aðildarríkja CARICOM.[9] Hún hætti störfum við fjölskyldudómstólinn árið 1992[8] til að taka við embætti sendiherra Barbados í Venesúela. Hún var fyrsti barbadoski kvensýslumaðurinn sem gegndi því embætti. Þegar hún sneri aftur til Barbados[12] árið 1994 var hún útnefnd yfirsýslumaður og síðan skrásetjari við hæstarétt landsins árið 1997.[15]
Árið 2000 lauk Mason námi í sáttamiðlun við lagadeild Windsor-háskóla í Windsor í Ontario í Kanada. Hún lauk síðan áfanga við Lagastofnun breska samveldisins í Halifax í Nova Scotia árið 2001 og framhaldsnámskeiði í sáttamiðlun við Vestur-Indíaháskólann.[8] Hún vann sem skrásetjari barbadoska hæstaréttarins til ársins 2005 en var þá útnefnd í drottningarráð lögmannasambandsins.[8] Árið 2008 sór Mason embættiseið sem dómari við áfrýjunardómstól[15] og varð fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu í landinu.[8] Mason gegndi embætti landstjóra Barbados til bráðabirgða í þrjá daga árið 2012[16] og næsta ár varð hún fyrsti Barbadosinn sem tók sæti í áfrýjunardómstól ritararáðs breska samveldisins (e. Commonwealth Secretariat Arbitral Tribunal eða CSAT). Áfrýjunardómstóllinn leysir úr samningsdeilum meðal aðildarríkja breska samveldisins.[9] Eftir útnefningu hennar í embættið nefndi fréttamiðillinn Loop News Mason meðal tíu voldugustu kvenna á Barbados.[17]
Landstjóri Barbados
breytaÁrið 2017 var Mason útnefnd áttundi landstjóri Barbados. Hún tók við embættinu þann 8. janúar næsta ár. Samhliða útnefningu hennar hlaut Mason einnig riddaranafnbót með stórkrossi í Orðu Heilags Mikaels og Heilags Georgs.[18]
Í „krúnuræðu“ sem Mason hélt til að kynna stefnu ríkisstjórnar Miu Mottley forsætisráðherra árið 2020 tilkynnti hún að Barbados hygðist gerast lýðveldi og víkja Elísabetu 2. Bretadrottningu úr embætti þjóðhöfðingja.[19] Þaðan af var ráðgert að Mason yrði útnefnd frambjóðandi í embætti fyrsta forseta Barbados, yrði kjörin af báðum þingdeildum landsins og tæki við embætti þann 30. nóvember 2021.[20][21][22]
Forseti Barbados
breytaÞann 12. október 2021 útnefndu forsætisráðherrann og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Mason sameiginlega sem frambjóðanda til embættis fyrsta forseta Barbados.[23] Mason var kjörin forseti af báðum deildum barbadoska þingsins þann 20. október.[24] Hún tók embættinu þann 30. nóvember 2021.[25] Mason sór embættiseið sem fyrsti forseti Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown og Karl Bretaprins, sem var viðstaddur sem fulltrúi Elísabetar drottningar, óskaði nýja lýðveldinu velfarnaðar.[26]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Governor General Dame Sandra named first president-elect“. Loop Barbados. Sótt 21. október 2021.
- ↑ „New G-G named“. Barbados Advocate (enska). 28. desember 2017. Sótt 27. júlí 2020.
- ↑ „Sandra Mason to be new Governor General“. www.nationnews.com (bandarísk enska). 27. desember 2017. Sótt 6. febrúar 2021.
- ↑ „Congrats to the new GG“. www.nationnews.com (bandarísk enska). 29. desember 2017. Sótt 6. febrúar 2021.
- ↑ Agard, Rachelle; Amanda Lynch-Foster (8. janúar 2018). „New Governor General Dame Sandra Mason installed“. www.nationnews.com (bandarísk enska). Sótt 6. febrúar 2021.
- ↑ „Order of National Heroes Act 1998“ (PDF). Ríkisstjórn Barbados. 20. apríl 1998. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2 desember 2021. Sótt 28. apríl 2021.
- ↑ Ríkisstjórn Barbados (19. ágúst 2019). „Official Gazette – No. 67 (Package)“. Government Information Service. Sótt 26. apríl 2021.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 8,7 8,8 „Sandra Prunella Mason“. St. Michael, Barbados: Caribbean Elections. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 júlí 2020. Sótt 1. desember 2015.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 „Justice Sandra Mason records another first“. Barbados Advocate. St. Michael, Barbados. 9. ágúst 2013. Sótt 1. desember 2015.[óvirkur tengill]
- ↑ 10,0 10,1 „Governor General“. Official Website of the Barbados Government. Sótt 25. október 2021.
- ↑ „Caribbean Elections Biography | Sandra Prunella Mason“. caribbeanelections.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 október 2021. Sótt 25. október 2021.
- ↑ 12,0 12,1 Brathwaite 1999, bls. 287.
- ↑ „Soroptimists committed to empowerment of women, girls“. The Barbados Advocate (enska). 20. júní 2018.
- ↑ Erickson, Cohen & Hart 2001, bls. 231.
- ↑ 15,0 15,1 Blackman, Theresa (30. september 2008). „Court of Appeal Judge Sworn In“. St. Michael, Barbados: Barbados Government Information Service. Sótt 1. desember 2015.
- ↑ Martindale, Carol (30. maí 2012). „Justice Sandra Mason acting GG“. Nation News. St. Michael, Barbados. Afrit af upprunalegu geymt þann 1 desember 2015. Sótt 1. desember 2015.
- ↑ „The 10 most powerful women in Barbados“. The Loop. 23. október 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2016. Sótt 1. desember 2015.
- ↑ „Sandra Mason to be new Governor General“. Nation News. Fontabelle, Saint Michael, Barbados. 27. desember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. desember 2017. Sótt 27. desember 2017.
- ↑ „Barbados to remove Queen Elizabeth as head of state“. BBC News (bresk enska). 16. september 2020. Sótt 25. október 2020.
- ↑ „Dame Sandra Mason nominated to be first Barbados President“. CARICOM Today (bandarísk enska). 23. ágúst 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. september 2021. Sótt 29. september 2021.
- ↑ „Barbados announces presidential nominee, cuts ties with British monarchy. What does it mean?“. WION (enska). 6. september 2021. Sótt 29. september 2021.
- ↑ „Barbados to quit British Commonwealth effective December 1 — MercoPress“. MercoPress (enska). Sótt 5. október 2021..
- ↑ „Letter to the Speaker RE Nomination of Her Excellency Dame Sandra Mason as 1st President of Barbados“ (PDF). Þing Barbados. 12. október 2021. Sótt 16. október 2021.
- ↑ Barbados just appointed its first president as it becomes a republic - The National
- ↑ „In Barbados, parliament votes to amend constitution, paving the way to republican status“. ConstitutionNet. 30. september 2021. Sótt 9. október 2021.
- ↑ Ævar Örn Jósepsson (30. nóvember 2021). „Barbados orðið lýðveldi“. RÚV. Sótt 30. nóvember 2021.
Fyrirrennari: Elísabet 2. (sem drottning) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti | |||
Fyrirrennari: Sir Elliott Belgrave |
|
Eftirmaður: Hún sjálf (sem forseti) |