Kendall Jenner
Kendall Jenner (fædd 3. nóvember 1995) er fyrirsæta og er í raunveruleikaþáttum á Keeping Up With The Kardashians á E!
Kendall Jenner | |
---|---|
Fædd | Kendall Nicole Jenner 3. nóvember 1995 |
Störf | fyrirsæta |
Þekkt fyrir | Raunveruleikaþáttinn Keeping Up with the Kardashians |
Hæð | 1,79 |
Foreldrar | Kris Jenner Caitlyn Jenner |
Einkalíf
breytaKendall Jenner er elsta sameiginlega dóttir Bruce Jenner og Kris Jenner. Hún á yngri alsystur, Kylie Jenner. Hún á einig fjórar eldri hálfsystur, Casey Jenner, Kourtney Kardashian, Kim Kardashian og Khloé Kardashian. Einnig á hún fjóra eldri hálfbræður, Burton Jenner, Brandon Jenner, Brody Jenner og Rob Kardashian. Miðnafn hennar Nicole er í höfuðið á guðmóður hennar, Nicole Brown Simpson. Kendall gekk í einkaskóla, Sierra Canyon High School í Chatsworth með yngri systur sinni Kylie. Hún var einnig í klappstýruliðinu þar. Kendall byrjaði sem fyrirsæta 14 ára gömul og fyrsta takan hennar var fyrir línuna: Forever 21. Hún hefur einnig unnið fyrirsætustörf fyrir Nordstrom og Lucca Couture.
Fyrirsætuferill
breytaKendall er með samning við Wilhelmina Models sem unglingsfyrirsæta. Hún sat fyrir hjá Forever 21 og sýndi línu þeirra „Twist“, sem kom í janúar 2010. Kendall vann einnig fyrirsætustarf fyrir Luca Couture. Í maí 2010 kom hún fyrir í blaðinu Teen Vogue og svo í mars 2010 kom hún fram í blaðinu Paper Magazine með systur sinni Kyle Jenner. Kendall kom fram sem fyrirsæta á tískuvikunni i New York þegar Marc Jacobs sýndi haust- og vetrarlínu sína 2014. Árið 2016 lenti Kendall í atviki þegar hún steig út úr aftursæti á bíl en ökumaður bílsins gleymdi að setja handbremsuna á, en hún slapp sem betur fer ómeidd.
Sjónvarpsferill
breyta- Keeping Up With The Kardashians - Hún sjálf
- # E! True Hollywood Story - Hún sjálf
- Kourtney and Khloé Take Miami - Hún sjálf
- LA Prep - Hún sjálf
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Kendall Jennar“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2010.