Thomas Jefferson

3. forseti Bandaríkjanna

Thomas Jefferson (13. apríl 17434. júlí 1826) var þriðji forseti Bandaríkjanna frá 1801 til 1809 og aðalhöfundur Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar 1776. Hann stofnaði hinn demokratíska repúblikanaflokk gegn Sambandsstjórnarflokki Alexanders Hamiltons. Hann var frjálslyndur lýðveldissinni og var fylgjandi trúfrelsi og aðskilnaði ríkis og kirkju. Jefferson er einn svokallaðra „landsfeðra“ Bandaríkjanna.

Thomas Jefferson
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1801 – 4. mars 1809
VaraforsetiAaron Burr (1801–1805)
George Clinton (1805–1809)
ForveriJohn Adams
EftirmaðurJames Madison
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1797 – 4. mars 1801
ForsetiJohn Adams
ForveriJohn Adams
EftirmaðurAaron Burr
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
22. mars 1790 – 31. desember 1793
ForsetiGeorge Washington
ForveriJohn Jay (starfandi)
EftirmaðurEdmund Randolph
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. apríl 1743
Shadwell, Virginíu, bresku Ameríku
Látinn4. júlí 1826 (83 ára) Charlottesville, Virginíu, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókratíski Repúblikanaflokkurinn
MakiMartha Wayles (g. 1772; d. 1782)
Börn6
HáskóliHáskóli Vilhjálms og Maríu
Undirskrift

Ferill breyta

Thomas Jefferson var aðalhöfundur sjálfsstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna. Hann var einn af aðalhugmyndasmiðum uppreisnarmanna. Þegar hann svo varð einn af þingmönnum Virginíufylkis lagði hann fram lagafrumvarp þar sem kveðið var á um afnám erfðaréttar elsta sonarins. Héðan af myndu öll systkini erfa jafnt nema erfðaskrá taki annað fram. Þegar frelsisstríð Bandaríkjanna hófst varð hann fylkisstjóri Virginíu fylkis og slapp tvívegis naumlega frá því að vera handsamaður af Bretum á meðan átökum stóð. (Hann var seinna á ferlinum ásakaður um að vera heigull, því hann varð ekki eftir til að berjast gegn Bretum heldur flúði). Hann var sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi eftir stríðið, og sennilega útskýrir það að hluta til andstöðu hans við stríð gegn Frakklandi síðar.

Þegar Thomas Jefferson var beðinn um að samþykkja stjórnarskrá Bandaríkjanna var hann í vafa. Hann vildi ekki fá sterka ríkisstjórn eins og var lýst í stjórnarskránni, sem eiginlega var samin af Sambandssinnum. Hann samþykkti þó stjórnarskrána með einu skilyrði: Að ákvæði réttindaskrár Bandaríkjanna yrði bætt við.

Thomas Jefferson var stuðningsmaður þess að réttindaskráin yrði samþykkt. Frumvarpið var lagt fram af James Madison árið 1789 og inniheldur fyrstu tíu stjórnarskrárbreytingarnar (enska: amendment). Jefferson krafðist þess að þegnar Bandaríkjanna hefðu málfrelsi, trúfrelsi og fundafrelsi. Þetta neyddust Sambandssinnar til að samþykkja því Jefferson var afar vinsæll í Virginíu, stærsta fylkinu á þeim tíma, enda var hann fyrrum ríkisstjóri þess. Ein afleiðing þess að frumvarpið um réttindaskrána var samþykkt var sú að allar götur síðan hefur stjórnarskráin verndað rétt almennra borgara til að eiga skotvopn, því önnur breytingin gengur út á frelsi til þess að bera vopn.

Thomas Jefferson var utanríkisráðherra (secretary of state) í forsetatíð George Washingtons, en lenti í deilum við Alexander Hamilton fjármálaráðherra (secretary of treasure) um hvort stofna ætti landsbanka. Jefferson var á móti ríkisreknum banka en Hamilton studdi hann. Þessar deilur leiddu til þess að 1793 sagði Jefferson upp starfi sínu. Árið 1796 bauð hann sig fram til forseta, á móti John Adams, en endaði sem varaforseti. Þetta gerðist vegna þess að kjörmenn kusu tvo frambjóðendur en tilgreindu ekki hvaða atkvæði færi til forsetaframbjóðanda og hvaða atkvæði færi til varaforsetaframbjóðanda, sá sem fékk svo flest atkvæði samtals varð forseti og sá sem fékk næstflest atkvæði varð varaforseti.[1] Árið 1800 bauð hann sig aftur fram gegn Adams og tókst þá að vinna sigur. Jefferson fékk atkvæði 73 kjörmanna í kosningunum en Adams 65. Varaforsetaefni Jeffersons, Aaron Burr, fékk hinsvegar einnig 73 atkvæði samtals og átti því jafnan rétt og Jefferson á því að gera tilkall til forsetaembættisins, sem hann og gerði. Svo fór að fulltrúadeild þingsins þurfti að skera úr um úrslitin og kaus þá Jefferson sem forseta og Burr sem varaforseta.[2]

Forsetatíð Thomas Jefferson breyta

 
Minnismerki til heiðurs Jefferson í Washington, D.C.

Fyrra kjörtímabil breyta

Fyrra kjörtímabil Jefferson var afar rólegt. Hann skar niður í herkvaðningu, einbeitti sér að því að borga upp skuldir ríkisins og lækkaði skatta. Þetta gerði hann óhemju vinsælan. Einnig þá tókst honum að koma því í gegn Sambandssinnum til gremju, að aðskilja framkvæmdavald og dómsstóla. En þrátt fyrir að Jefferson væri forseti voru Sambandssinnar en með tögl, haldir og ítök víðsvegar í framkvæmda- og dómsvaldinu.

1804 vann Jefferson stórsigur í kosningum. En á næsta kjörtímabili áttu ýmis vandamál eftir að koma upp. Meðal annars fyrstu stríðsátök í sögu BNA að frelsisstríðinu undanskildu.

Seinna kjörtímabil Jeffersons breyta

Á fyrra kjörtímabili sínu hafði Jefferson aðskilið dóms- og framkvæmdavald, dregið úr sköttum og úr hernaðaruppbyggingu. John Adams hafði haft mikinn áhuga á hernaðaruppbyggingu, en Thomas verið á móti henni. Á þessu kjörtímabili átti hann eftir að skipta um skoðun og hallast yfir á málstað Sambandssinna í utanríkismálum.

Á fyrra kjörtímabili Jeffersons hafði efnahagur Bandaríkjanna blómstrað sem aldrei fyrr, sem má þakka t.d. lágum sköttum og iðnvæðingu. En utanríkisaðgerðir Jeffersons áttu eftir að breyta ýmsu. Bresk herskip höfðu tekið fasta bandaríska kaupmenn sem sigldu á Atlantshafinu og þvingað þá til þess að ganga í breska herinn og taka þátt í stríðinu gegn Frökkum. Stríðið sem var á milli Breta og Frakka var farið að hafa alvarleg áhrif á utanríkisviðskipti Bandaríkjanna og sér í lagi eftir að Jefferson lýsti viðskiptabanni á bæði Frakkland og Bretland til að andmæla stríðinu. Bandarísk skip komust ekki í hafnir á meginlandi til þess að versla við lönd undir stjórn Napóleons (með öðrum orðum nærri allt meginland Evrópu).

Á sama tíma ákvað Jefferson að hætta að borga mútur til Barbarísins í Trípólí í Líbíu. Á þessum tíma í byrjun 19. aldar hafði sá siður tíðkast í nokkur hundruð ár að bjarga bandarískum sæförum úr gíslingu sjóræningja frá norðurströnd Afríku með því að múta sjóræningjunum. Jefferson ákvað að hætta að greiða þessa verndarskatta og að lýsa stríði á hendur sjóráni. Hann sendi bandaríska flotann út á Miðjarðarhaf og réðst á Líbýu.

Þessar hernaðaraðgerðir kostuðu Jefferson árás á Boston og neyddu hann til þess að styrkja bandaríska flotann og hækka skatta. Á móti þá batt hann enda á sjórán.

Hræsnarinn Thomas Jefferson breyta

Það var Thomas Jefferson sem keypti Louisiana af Frökkum og tvöfaldaði stærð BNA fyrir 15 milljónir dollara. Hann leyfði Lewis, sem var hernaðarráðgjafi í Hvíta húsinu að fara af stað með könnunarleiðangur yfir svæðin, betur þekkt sem The Lewis & Clark expedition. Sjálfur var Thomas efins um kaupin á Louisiana því hann var ekki viss um að það væri hlutverk ríkisstjórnarinnar að kaupa landsvæði. Það má bæta því við að þessi kaup áttu eftir að kosta marga indíána lífið, þegar landnemar tóku að flæða yfir svæðin.

Thomas Jefferson hélt því oft á lofti að allir menn væru jafnir og var opinberlega á móti þrælahaldi. Þó átti hann fullt af þrælum heima á plantekrunni sinni.

Neðanmálsgreinar breyta

  1. DeGregorio (2002): 27.
  2. DeGregorio (2002): 46.

Heimildir og ítarefni breyta

  • Ackerman, Bruce. The Failure of the Founding Fathers: Jefferson, Marshall, and the Rise of Presidential Democracy. (Cambridge, MA.: Harvard University Press, 2005).
  • Appleby, Joyce. Thomas Jefferson (2003).
  • Banning, Lance. The Jeffersonian Persuasion: Evolution of a Party Ideology (Ithaca: Cornell University Press, 1978).
  • Bernstein, R. B. Thomas Jefferson (2003).
  • Brodie, Fawn McKay. Thomas Jefferson: An Intimate History.
  • Cunningham, Noble E. In Pursuit of Reason (1988).
  • DeGregorio, William A., The Complete Book of U.S. Presidents (New York: Gramercy Books, 2002).
  • Dunn, Susan. Jefferson's Second Revolution: The Election Crisis of 1800 and the Triumph of Republicanism (Houghton Mifflin, 2004)
  • Finkelman, Paul. Slavery and the Founders: Race and Liberty in the Age of Jefferson (M.E. Sharpe, 2001).
  • Hitchens, Christopher. Author of America: Thomas Jefferson (Harper Collins, 2005).
  • Jayne, Allen. Jefferson's Declaration of Independence: Origins, Philosophy and Theology (The University Press of Kentucky, 2000).
  • Kennedy, Roger G. Mr. Jefferson's Lost Cause: Land, Farmers, Slavery, and the Louisiana Purchase (Oxford: Oxford University Press, 2003).
  • Knudson, Jerry W. Jefferson and the Press: Crucible of Liberty. (University of South Carolina Press, 2006).
  • McDonald, Forrest. The Presidency of Thomas Jefferson (University Press of Kansas, 1987).
  • Mayer, David N. The Constitutional Thought of Thomas Jefferson (University of Virginia Press, 1995).
  • Onuf, Peter S. Jefferson's Empire: The Languages of American Nationhood (University of Virginia Press, 2000).


Fyrirrennari:
John Adams
Forseti Bandaríkjanna
(1801 – 1809)
Eftirmaður:
James Madison
Fyrirrennari:
John Adams
Varaforseti Bandaríkjanna
(1797 – 1801)
Eftirmaður:
Aaron Burr