Megas
Magnús Þór Jónsson (fæddur 7. apríl 1945 í Reykjavík á Íslandi) er íslenskur tónlistarmaður, dægurlagahöfundur, rithöfundur og myndlistarmaður, hann er best þekktur undir listamannsnafninu Megas.
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Uppeldi og nám
breytaMegas fæddist 7. apríl 1945, sonur skáldkonunnar Þórunnar Elfu Magnúsdóttur og Jóns Þórðarsonar kennara og rithöfundar. Magnús Magnússon nafni hans og móðurafi var verkamaður í Reykjavík sem stundaði jafnframt sjóinn. Margrét amma Megasar var frá Horni í Skorradal en föðurforeldrarnir Snæfellingar. Þau hétu Sesselja Jónsdóttir og Þórður Pálsson frá Borgarholti í Miklaholtshreppi þar sem þau stunduðu búskap.
Megas ólst upp í Norðurmýrinni í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskólann og svo í Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi árið 1965. Þá vann hann um hríð sem gjaldkeri í Landsbankanum, en hélt svo til Noregs til að stunda nám í þjóðháttafræði við Háskólann í Osló.
Megas byrjaði snemma að fást við lagasmíðar og textagerð, lærði á píanó og samdi meðal annars lagið um Gamla sorrí Grána fyrir fermingu. Á gagnfræðaskólaárunum samdi hann menúetta áður en hann hellti sér út í þjóðlagapælingar, keypti sér nótnabók með amerískri alþýðutónlist og lagði sig eftir skandinavískum þjóðlögum. Frá æskuárum Megasar er einnig til fjöldi teikninga af ýmsum toga sem hann hefur haldið til haga. Helstu áhrifavaldar Megasar á æskuárum hans voru Halldór Laxness og Elvis Presley.
Á menntaskólaárunum tók Megas þátt í að mála leiktjöld fyrir hundrað ára afmælissýningu Útilegumannanna eftir Matthías Jochumsson, gerði myndskreytingar í skólablaðið og fékk nokkur ljóða sinna birt í blaðinu og smásögur. Hann hlustaði á klassík, einkum þungmelta tólf tóna tónlist og Bob Dylan, en margorðir textar Dylans heilluðu Megas og höfðu veruleg áhrif á hann. Að loknu stúdentsprófi innritaðist Megas í Háskólann. Þar rakst hann á nafnið Megas í grískri orðabók og ætlaði að nota það sem skáldanafn þegar hann reyndi að fá birta eftir sig smásögu í Lesbók Morgunblaðsins. Smásagan komst inn eftir nokkrar hremmingar en hann varð að birta hana undir eigin nafni. Engu að síður notaði hann listamannsnafnið Megas eftir þetta.
Um jólin 1968 gaf hann út bókina Megas, sem innihélt lögin Dauði Snorra Sturlusonar, Jón Sigurðsson & sjálfstæðisbarátta Íslendinga, Með gati, Ófelía, Ragnheiður biskupsdóttir, Silfur Egils, Um óheppilega fundvísi Ingólfs Arnarsonar, Um skáldið Jónas, Um grimman dauða Jóns Arasonar og Vertu mér samferða inní blómalandið, amma. Stuttu síðar kom út annað heftið og það þriðja árið 1973, sem hét Megas kominn, en fráleitt farinn.
Áður en fyrsta hljómplata hans kom út í Noregi árið 1972 komu út eftir hann þrjú hefti með textum, nótum og teikningum. Þau hétu einfaldlega Megas I (1968), Megas II (1969) og Megas III (1970). Árið 1973 gaf hann heftin þrjú út aftur, endurskoðuð, og bætti fjórða heftinu við, Megas IV. Margt af því efni sem birtist í heftunum átti síðar eftir að rata inn á plöturnar hans.
Útgefin verk
breytaHljómplötur
breyta- 1972 - Megas
- 1975 - Millilending
- 1975 - Smáskífa: Spáðu í mig / Komdu og skoðaðu í kistuna mína
- 1976 - Fram og aftur blindgötuna
- 1977 - Á bleikum náttkjólum
- 1978 - Nú er ég klæddur og kominn á ról
- 1978 - Drög að sjálfsmorði
- 1986 - Í góðri trú
- 1987 - Loftmynd (hljómplata)
- 1988 - Höfuðlausnir
- 1988 - Bláir draumar
- 1990 - Hættuleg Hljómsveit og Glæpakvendið Stella
- 1992 - Þrír blóðdropar
- 1993 - Paradísarfuglinn - Safnplata
- 1994 - Drög að upprisu - Tónleikar í MH
- 1996 - Til hamingju með fallið
- 1997 - Fláa veröld
- 2000 - Svanasöngur á leiði
- 2001 - Far þinn veg
- 2001 - Haugbrot
- 2002 - (Kristilega kærleiksblómin spretta í kringum) Hitt og þetta
- 2002 - Megas 1972-2002 - Safnplata
- 2005 - Hús datt (með Súkkat)
- 2006 - Passíusálmar í Skálholti upptaka frá 2001
- 2006 - Greinilegur púls með Björk o.fl.
- 2006 - Drög að upprisu - Tónleikar í MH - aukin útgáfa
- 2006 - Hættuleg Hljómsveit og Glæpakvendið Stella- með demó-upptökum
- 2006 - Pældu í því sem pælandi er í - Safnplata
- 2007 - Frágangur ásamt Senuþjófunum
- 2007 - Hold er mold ásamt Senuþjófunum
- 2008 - Á Morgun ásamt Senuþjófunum
- 2009 - Segðu Ekki Frá (Með Lífsmarki) tvöföld tónleikaplata ásamt Senuþjófum
- 2011 - (Hugboð um) Vandræði ásamt Senuþjófunum
- 2011 - Aðför að lögum ásamt Strengjum
- 2012 - Megas raular lögin sín
- 2017 - Ósómaljóð (Megas syngur Ósómaljóð Þorvaldar Þorsteinssonar)
- 2020 - Syngdu eitthvað gamalt! (Safnplata)
Bækur
breyta- 1968 - Megas I, ljóðabók, endurútg. 1973
- 1968 - Megas II, ljóðabók, endurútg. 1973
- 1973 - Megas III, ljóðabók
- 1990 - Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ ásamt Þórunni Valdimarsdóttur
- 1991 - Textar
- 1994 - Björn og Sveinn eða makleg málagjöld
- 2001 - Megas. Greinasafn eftir ýmsa höfunda, myndir, nótur, viðtöl. Mál og menning 2001
Megas I-III Pjáturútgáfa (desember 2009) í 20 eintökum númeruð og árituð
Megas I-III endurútgefin (2009/10) í allt að 100 eintökum
Von er á nýrri textabók JPV gefur út 2010 eða 2011
Heimildir
breyta- Þórunn Valdimarsdóttir. 1993. Sól í Norðurmýri: píslarsaga úr Austurbæ. Mál og menning, Reykjavík.
- Jónatan Garðarsson. 2002. Megas 1972-2002. Æviágrip í bæklingi plötunnar (Kristilega kærleiksblómin spretta í kringum) Hitt og þetta. Íslenskir tónar, Reykjavík.