Unai Emery
Unai Emery er spænskur knattspyrnustjóri sem stýrir enska liðinu Aston Villa. Hann er fyrrum knattspyrnumaður og spilaði fyrir ýmis lið á Spáni. Árið 2004 hóf hann þjálfaraferil sinn. Emery hefur unnið Evrópudeildina þrisvar með Sevilla FC og vann frönsku Ligue 1 með Paris Saint-Germain tímabilið 2017-2018 ásamt 6 bikartitlum.
Unai Emery | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Unai Emery Etxegoien | |
Fæðingardagur | 3. nóvember 1971 | |
Fæðingarstaður | Hondarribia, Spánn | |
Hæð | 1,80 m | |
Leikstaða | Miðherji | |
Yngriflokkaferill | ||
1986–1990 | Real Sociedad | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1990-1995 | Real Sociedad B | 89 (7) |
1995-1996 | Real Sociedad | 5 (1) |
1996-2000 | CD Toledo | 126 (2) |
2000-2002 | Racing Ferrol | 61 (7) |
2002-2003 | Leganés | 28 (0) |
2003-2004 | Lorca Deportiva | 30 (1) |
Þjálfaraferill | ||
2004–2006 2006–2008 2008–2012 2012 2013-2016 2016-2018 2018-2019 2020-2022 2022- |
Lorca Deportiva UD Almería Valencia CF Spartak Moskva Sevilla FC Paris Saint-Germain Arsenal FC Villareal FC Aston Villa | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Emery var sagt upp hjá Arsenal eftir slakt gengi en hann var með liðið frá 2018-2019. Hann tók við Villareal FC árið 2020. Emery vann Evrópudeildina 2021 með Villareal eftir 11-10 sigur í vítakeppni gegn Manchester United. Það var fjórði evróputitill hans.
Haustið 2022 tók hann við Aston Villa þegar Steven Gerrard var rekinn frá félaginu.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Unai Emery.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Unai Emery“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. maí. 2018.