Kvikmyndahús er bygging þar sem fram fer sýning kvikmynda sem varpað er á sýningartjald í sýningarsal.

Mynd tekin innan í einu af kvikmyndahúsum Hoyts-keðjunnar í Ástralíu og sýnir hljóðdræg veggtjöld, hátalara á hliðarvegg og glasahaldara á sætum.

Kvikmyndahús á Íslandi

breyta

Fyrsta kvikmyndasýning sem fór fram á Íslandi var í Góðtemplarahúsinu á Akureyri 27. júní 1903 en fyrsta eiginlega kvikmyndahúsið sem sýndi reglulega kvikmyndir um lengri tíma var Fjalakötturinn í Aðalstræti þar sem Reykjavíkur Biograftheater (síðar Gamla bíó) hóf sýningar 2. nóvember 1906 og sýndi þar til ársins 1927 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Ingólfsstræti þar sem Íslenska óperan er núna til húsa. Nýja bíó var stofnað 1912 og sýndi í sal hjá Hótel Íslandi til 1920 þegar það flutti í nýtt húsnæði við Austurstræti. Fyrsta fjölsala kvikmyndahúsið á Íslandi var Regnboginn sem opnaði 1980.

Verð á almennum miða í kvikmyndahús á Íslandi í íslenskum krónum
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
15 23 40 80 90 130 140 238 300 387 400 450 500 500 550 550 550 588 650 650 700 800 800 800 800 800 800 900 1000

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta

Hagstofan

   Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.